Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2024 08:00 Lúðvík Pétursson lést þann 10. janúar síðastliðinn í vinnuslysi þegar hann var við sprungufyllingar í Grindavík. Vísir „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira