Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Jón Þór Stefánsson skrifar 12. desember 2024 18:09 Brot mannsins áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúar 2022. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Í fyrsta lagi var Vilhelm ákærður fyrir að nauðga konunni. Honum var gefið að sök að fara í heimildarleysi á heimili hennar og nauðga henni á meðan hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimilið. Upptökur úr myndavél lágu fyrir Konan hafði fengið sér öryggismyndavél vegna mannsins, en í málinu lá fyrir mynd og hljóðupptaka úr henni. „Ég fer ekkert af þér, ég á þig, þú veist alveg [nafn konunnar] að ég á þig. Það er enginn að fara að taka þig frá mér […] ég er ekki að fara að beita þig ofbeldi, aldrei aftur, ég sver það, aldrei,“ var á meðal þess sem hann heyrðist segja í upptökunni. Vilhelm neitaði að hafa nauðgað konunni en var þrátt fyrir það sakfelldur. Kom aftur tveimur vikum seinna Í öðrum ákæruliðnum var Vilhelm gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi á heimili konunnar tveimur vikum seinna og ekki farið þaðan þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar. Þá hafi hann tekið í hár hennar og gripið um hendur hennar, snúið upp á þær og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann hótað henni. „Þegiðu og hlustaðu. Þú ert fífl. Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti. Er þetta þakklætið fyrir að, horfðu á mig, horfðu á mig. Er þetta þakklætið fyrir það að ég sit fyrir framan dómstóla og játa milljón króna bótakröfu,“ er haft eftir manninum, og líka: „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt, ha?“ Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið að því undanskildu að hann hefði farið á heimili í heimildarleysi og ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Daginn eftir það atvik, þann þrettánda janúar, sneri maðurinn aftur á heimili konunnar. Honum var gefið að sök að hafa slegið konuna utanundir með flötum lófa. Og að fyrir vikið hafi hún hlotið roða í andliti. Aftur kemur fram að konan hafi þrábeðið manninn um að fara af heimili hennar. Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið, að því undanskildu að hafa slegið konuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi þó gögn málsins sýna fram á að hann hefði gert það og sakfelldi hann fyrir háttsemina. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti niðurstöðu hans. Vilhelm hlýtur fimm ára fangelsisdóm. Þá hækkaði dómurinn miskabæturnar sem honum er gert að greiða konunni úr tveimur milljónum upp í þrjár milljónir króna. Áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni Vilhelm hefur áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020. Í einum ákærulið þess máls var manninum gefið að sök að ráðast á konuna á veitingastað, slá hana ítrekað í andlitið, skvetta kjúklingasúpu yfir höfuð hennar og hella matarolíu í hár hennar. Síðan hrint henni, troðið pappír í kok hennar svo hún gat varla andað og þar á eftir dregið hana í gestaherbergi hússins og neytt hana í kalda sturtu. Þá hlaut hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Hann sat í fangelsi vegna þessara ofbeldisbrota frá október 2020 til 29. desember 2021, en þá var hann frjáls ferða sinna með ákveðnum skilyrðum og í rafrænu eftirliti. Það liðu því þrír dagar frá því að hann kláraði afplánun og þangað til hann nauðgaði konunni á nýársdag. Hann var einnig dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2017. Þá var hann ákærður fyrir að veitast tvívegis að konunni á heimili hans. Hann var þá meðal annars sakfelldur fyrir að skalla konuna ítrekað í andlitið, og leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þannig fastri. Í það skipti hlaut hann tveggja mánaða fangelsisdóm. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað á heimili konunnar á Akureyri í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Í fyrsta lagi var Vilhelm ákærður fyrir að nauðga konunni. Honum var gefið að sök að fara í heimildarleysi á heimili hennar og nauðga henni á meðan hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta og yfirgefa heimilið. Upptökur úr myndavél lágu fyrir Konan hafði fengið sér öryggismyndavél vegna mannsins, en í málinu lá fyrir mynd og hljóðupptaka úr henni. „Ég fer ekkert af þér, ég á þig, þú veist alveg [nafn konunnar] að ég á þig. Það er enginn að fara að taka þig frá mér […] ég er ekki að fara að beita þig ofbeldi, aldrei aftur, ég sver það, aldrei,“ var á meðal þess sem hann heyrðist segja í upptökunni. Vilhelm neitaði að hafa nauðgað konunni en var þrátt fyrir það sakfelldur. Kom aftur tveimur vikum seinna Í öðrum ákæruliðnum var Vilhelm gefið að sök að hafa farið í heimildarleysi á heimili konunnar tveimur vikum seinna og ekki farið þaðan þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir konunnar. Þá hafi hann tekið í hár hennar og gripið um hendur hennar, snúið upp á þær og slegið hana í rassinn. Síðan hafi hann hótað henni. „Þegiðu og hlustaðu. Þú ert fífl. Ég slæ þig fokking fast utan undir ef þú fokking heldur ekki kjafti. Er þetta þakklætið fyrir að, horfðu á mig, horfðu á mig. Er þetta þakklætið fyrir það að ég sit fyrir framan dómstóla og játa milljón króna bótakröfu,“ er haft eftir manninum, og líka: „Á ég ekki bara að kýla þig einu sinni og þá erum við kvitt, ha?“ Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið að því undanskildu að hann hefði farið á heimili í heimildarleysi og ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar. Daginn eftir það atvik, þann þrettánda janúar, sneri maðurinn aftur á heimili konunnar. Honum var gefið að sök að hafa slegið konuna utanundir með flötum lófa. Og að fyrir vikið hafi hún hlotið roða í andliti. Aftur kemur fram að konan hafi þrábeðið manninn um að fara af heimili hennar. Maðurinn játaði sök í þeim ákærulið, að því undanskildu að hafa slegið konuna. Héraðsdómur Norðurlands eystra taldi þó gögn málsins sýna fram á að hann hefði gert það og sakfelldi hann fyrir háttsemina. Landsréttur vísaði til forsenda héraðsdóms og staðfesti niðurstöðu hans. Vilhelm hlýtur fimm ára fangelsisdóm. Þá hækkaði dómurinn miskabæturnar sem honum er gert að greiða konunni úr tveimur milljónum upp í þrjár milljónir króna. Áður dæmdur fyrir ofbeldi gegn konunni Vilhelm hefur áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020. Í einum ákærulið þess máls var manninum gefið að sök að ráðast á konuna á veitingastað, slá hana ítrekað í andlitið, skvetta kjúklingasúpu yfir höfuð hennar og hella matarolíu í hár hennar. Síðan hrint henni, troðið pappír í kok hennar svo hún gat varla andað og þar á eftir dregið hana í gestaherbergi hússins og neytt hana í kalda sturtu. Þá hlaut hann tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Hann sat í fangelsi vegna þessara ofbeldisbrota frá október 2020 til 29. desember 2021, en þá var hann frjáls ferða sinna með ákveðnum skilyrðum og í rafrænu eftirliti. Það liðu því þrír dagar frá því að hann kláraði afplánun og þangað til hann nauðgaði konunni á nýársdag. Hann var einnig dæmdur fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni árið 2017. Þá var hann ákærður fyrir að veitast tvívegis að konunni á heimili hans. Hann var þá meðal annars sakfelldur fyrir að skalla konuna ítrekað í andlitið, og leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þannig fastri. Í það skipti hlaut hann tveggja mánaða fangelsisdóm.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira