Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Hátt í hundrað milljarða króna þarf til þess að fjármagna áætlanir hafnasjóða á Íslandi um uppbyggingu til ársins 2040. Áætlunum þeirra er ætlað að mæta bæði vexti í atvinnulífinu og markmiðum landsins í orkuskiptum og loftslagsmálum. 18.9.2025 15:06
Innan við helmingur segist trúaður Fjórir af hverjum tíu segjast nú lýsa sjálfum sér sem trúuðum en hlutfallið var yfir helmingur fyrir rúmum áratug. Trúrækni yngra fólks hefur þó lítið breyst á tímabilinu. 18.9.2025 14:16
Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 18.9.2025 10:59
Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Hnattræn hlýnun af völdum manna olli um það bil 16.500 viðbótardauðsföllum vegna hita í Evrópu í sumar samkvæmt mati hóps faralds- og loftslagsfræðinga. Það eru 68 prósent allra þeirra sem létust af völdum hita í álfunni. 18.9.2025 09:26
Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu. 17.9.2025 15:13
Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti lausnarbeiðni Huldu Elmu Eysteinsdóttur, oddvita L-listans og varaformanns bæjarráðs, á fundi sínum í gær. Hún er annar oddviti listans sem segir af sér á kjörtímabilinu. 17.9.2025 14:32
Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Landsnet hefur fengið um 4,2 milljarða króna lán frá Norræna fjárfestingabankanum til þess að fjármagna jarðstreng á Norðurlandi og nýja sæstrengi til Vestmannaeyja. Framkvæmdirnar eru sagðar eiga að auka orkuöryggi á svæðunum. 17.9.2025 13:17
Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. 17.9.2025 11:52
Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Ekkja Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans heitins, fullyrðir að honum hafi verið ráðinn bani í fangelsi. Niðurstöður rannsókna á lífsýni úr honum sýni að eitrað hafi verið fyrir honum. 17.9.2025 10:20
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar. 17.9.2025 09:50