Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gerðu hús­leit á heimili fyrr­verandi þjóðaröryggis­ráðgjafa Trump

Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti.

Kannast ekki við „líf­róður“ Heimildarinnar sem fækkar út­gáfu­dögum

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður.

Losun Kína dregst saman vegna upp­gangs í sólar­orku

Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir.

Móður­fé­lag út­gefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna

Einkahlutafélagið Þórsmörk sem á meðal annars útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði um 340 milljónum króna í fyrra. Hlutafé var aukið um rúmar 266 milljónir í fyrra og heimild var nýlega veitt til að auka það um allt að 600 milljónir króna.

Fram­bjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana

Frambjóðandi líklegs næsta stjórnarflokks Tékklands var tekinn af framboðslistum hans eftir fréttir um að hann hefði rætt um að ráða hund kærustu fyrrverandi eiginmanns hans af dögum. Fréttirnar hafa vakið sérstaka hneykslun þar sem hundahald er óvíða meira en í Tékklandi.

Slökktu eld í í­búð í fjöl­býlis­húsi í Breið­holti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera.

Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður

Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna.

Sjá meira