Járnbrautarbrú hrundi eftir úrhellið í Noregi Miðhluti Randklev-járnbrautarbrúarinnar yfir ána Lågen við Ringebu í suðaustanverðum Noregi hrundi í dag í kjölfar vatnavaxtana í landinu. Umferð um brúna var stöðvuð af ótta við að svona færi í síðustu viku. 14.8.2023 12:12
Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. 14.8.2023 10:50
Ætla að sækja forsetann til saka fyrir landráð Valdaræningjarnir í Níger segjast ætla að sækja Mohamed Bazoum, forsetann sem þeir steyptu af stóli, til saka fyrir landráð. Dauðarefsing liggur við landráðum samkvæmt nígerskum lögum. 14.8.2023 09:58
Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. 14.8.2023 09:11
Vantrúaður á yfirlýsingar um byltingarkenndan ofurleiðara Prófessor í eðlisfræði segist vantrúaður á nýlegar fullyrðingar kóreskra vísindamanna um að þeir hafi fundið nýja tegund ofurleiðara sem vakið hafa mikla athygli. Uppgötvun á ofurleiðara við stofuhita gæti valdið gríðarlegum tækniframförum. 13.8.2023 08:01
Tugir látnir og tugmilljarða tjón í flóðunum í Norður-Kína Yfirvöld í Hebei-héraði í norðanverðu Kína segja að í það minnsta 29 hafi farist í miklum flóðum sem leifar fellibyljarins Doksuri báru með sér. Efnahagslegt tjón af hamförunum hlaupi á tugum milljarða dollara. 11.8.2023 15:49
Þyrlan sótti slasaða vélsleðamenn við Langjökul Tvær bandarískar konur sem slösuðust í alvarlegu vélsleðaslysi við Langjökul í dag voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Fjöldi björgunarsveitarfólks af öllu Suðurlandi vestan Þjórsár var kallað út vegna slyssins en dregið var úr viðbúnaði vegna þess hversu hratt þyrlan komst á staðinn. 11.8.2023 14:45
Vatnselgurinn heldur áfram að aukast og frekari rýmingar mögulegar Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga. 11.8.2023 13:52
Óhlýðni mýeinda hvarf ekki við enn nákvæmari mælingar Öreindafræðingar í Bandaríkjunum segja að hegðun svonefndra mýeinda ögri enn heimsmynd eðlisfræðinnar í nákvæmustu mælingum þeirra til þessa. Yrðu niðurstöður þeirra staðfestar gæti það bent til tilvistar áður óþekktrar víxlverkunar eða náttúrulögmáls. 11.8.2023 11:35
Meintir morðingjar frambjóðandans frá Kólumbíu Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi. 11.8.2023 08:50