Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18.8.2023 10:58
Vilja að réttað verði yfir Trump árið 2026 Lögmenn Donalds Trump krefjast þess að réttarhöld yfir honum vegna ákæru um að hann hafi reynt að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020 hefjist ekki fyrr en eftir hátt í þrjú ár. Sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins vill að réttarhöldin hefjist beint eftir áramót. 18.8.2023 09:42
Telja að Úkraínumenn nái ekki markmiði gagnsóknar sinnar Úkraínuher tekst ekki að ná borginni Melitopol í suðuausturhluta landsins á sitt vald í ár, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Nái hann ekki að hrekja rússneska hermenn þaðan næst ekki eitt helsta markmið gagnsóknar Úkraínumanna. 18.8.2023 08:58
Rússneska farið á braut um tunglið Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag. 17.8.2023 15:26
Segir Svíþjóð forgangsskotmark íslamista Yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar segir að Svíþjóð sé forgangsskotmark íslamskra öfgamanna. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka var hækkað upp á næsthæsta stig í dag í kjölfar umdeildra Kóranbrenna í landinu. 17.8.2023 14:17
B5 verður að B eftir lögbann Eigendur skemmtistaðar í Bankastræti fimm hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni staðarins úr B5 í B. Lögbann var sett á notkun nafnsins B5 sem var í eigu annars félags. 17.8.2023 12:12
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17.8.2023 11:42
Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17.8.2023 10:54
Spjallþáttastjórnandinn Parkinson látinn Breski spjallþáttastjórnandinn Michael Parkinson er látinn, 88 ára að aldri. Ferill Parkinson í sjónvarpi spannaði sjö áratugi og ræddi hann við flestar skærustu stjörnur síns tíma. 17.8.2023 09:56
Hækka viðbúnað vegna hryðjuverka í Svíþjóð Sænska öryggislögreglan SÄPO ætlar að hækka viðbúnað vegna hryðjuverkaógnar upp á næsthæsta stig í dag. SAPO boðar til blaðamannafundar síðar í dag til þess að ræða versnandi stöðu öryggismála í landinu. 17.8.2023 09:23