Tvöfaldur verðmunur á dýrustu og ódýrustu sundlauginni Sundlaugarnar tvær á Akranesi eru ódýrustu sundlaugar landsins. Lýsulaug á Snæfellsnesi og Skeiðalaug í uppsveitum Árnessýslu eru þær dýrustu. Verðmunurinn er rúmlega tvöfaldur. 20.6.2023 07:00
Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. 19.6.2023 16:00
Fjársvikasíða nýnasista rakin til Kalkofnsvegar Fyrirtækið Withheld for Privacy á Kalkofnsvegi felur upplýsingar nýnasista sem sviku fé út úr transfólki í Bandaríkjunum. Þóttust svikararnir selja hormónalyf án lyfseðils. 19.6.2023 08:01
Myndbirtingar af þjófum geta spillt fyrir lögreglu Borið hefur á því að fólk sem lent hefur í þjófnaði birti myndir af meintum þjófum á samfélagsmiðlum. Persónuvernd hefur reynt að fá fólk til að senda myndir og myndbönd til lögreglu og taka úr birtingu. 17.6.2023 07:00
Óvíst hvort að óligarki fái að flytja vikur frá Mýrdalssandi Skipulagsstofnun hefur birt mjög neikvæða umsögn um vikurflutninga frá Mýrdalssandi. Eignarhald ólígarka með tengsl við Rússland og slæmt umhverfisorðspor hefur ekki verið til umræðu hjá sveitarstjórn. 16.6.2023 16:46
Stjörnugrís leyfir fjölmiðlum ekki að mynda gösun svína Samtök um dýravelferð á Íslandi skora á Stjörnugrís að bjóða fjölmiðlum og fulltrúum dýravelferðarsamtaka að koma og fylgjast með slátrun. Stjörnugrís mun ekki heimila það. 16.6.2023 14:41
Enginn ásetningur að Erling dvelji á hjúkrunarheimili í stað þess að fá NPA þjónustu Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir leitt að mál Erling Smith sé kominn í þann farveg sem Vísir hefur greint frá. Fundað verður með lögmönnum um lausn málsins. 15.6.2023 15:58
Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. 15.6.2023 12:41
Hafa áhyggjur af kortlagningu Rússa á sæstrengjum Fulltrúar JEF ríkjanna, þar á meðal Íslands, funduðu á þriðjudag í Amsterdam. Eitt stærsta umræðuefnið á fundinum voru neðansjávarinnviðir sem ógnað er af Rússum. 15.6.2023 10:36
Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. 14.6.2023 14:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent