Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júní 2023 12:41 Öryrkjabandalagið lýsti því sem miklu réttlætismáli þegar Erling vann mál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. ÖBÍ/Alda Lóa Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira