Óvíst hvort að óligarki fái að flytja vikur frá Mýrdalssandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júní 2023 16:46 Fyritæki Kretinskí vill flytja gríðarlegt magn vikurs frá Mýrdalssandi til sementsgerðar í Evrópu. Egill Aðalsteinsson, Getty Skipulagsstofnun hefur birt mjög neikvæða umsögn um vikurflutninga frá Mýrdalssandi. Eignarhald ólígarka með tengsl við Rússland og slæmt umhverfisorðspor hefur ekki verið til umræðu hjá sveitarstjórn. „Staðan er sú að Skipulagsstofnun gaf í síðustu viku út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps um stöðuna á fyrirhuguðum vikurflutningum úr Háöldu, austan Hafurseyjar á Mýrdalssandi. „Umsagnir og álit skipulagsstofnunar verða tekin til greina ef málið kemur aftur á borð sveitarstjórnar.“ Liggur því ekkert fyrir um hvort nokkuð verði gert í sumar. Skipulagsstofnun birti sitt álit þann 6. júní. Bætist það í mikinn fjölda afar neikvæðra umsagna um framkvæmdina sem EP Power Minerals vill hefja í Háöldu. Fyrirtækið vill keyra með gríðarlegt magn vikurs, marga vörubíla á dag, í gegnum sjö sveitarfélög vestur til Þorlákshafnar til að flytja hann út til sementsgerðar. Meðal þeirra sem hafa birt neikvæðar umsagnir eru viðkomandi sveitarfélög á Suðurlandi, Umhverfisstofnun og Vegagerðin. Hefur verið bent á að efnistakan muni hafa víðtæk áhrif í 100 til 200 ár. Niðurbrot vega verði mikið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og loftmengun töluverð. „Ef áformin ganga eftir þá mun fjöldi fólks búa við starfsemina svo kynslóðum skiptir,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. „Með hliðsjón af hve umfangsmikið áhrifasvæði framkvæmdarinnar er, hve margir verða fyrir áhrifum og langs tíma sem áhrifin koma til með að vara telur Skipulagsstofnun að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.“ Vilja byggja nýja höfn Sveitarstjórn Mýrdalshrepps setur sig ekki upp á móti efnistökunni en tekur undir að áhrif á löngum þungaflutningum til Þorlákshafnar verði slæm. Hefur hún lýst sig reiðubúna í viðræður um hafnargerð sunnan við Mýrdalssand. „Þannig mætti koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif á umferð, hljóðvist og ferðamennsku með því að flytja vikurinn stystu leið með undirgöngum þar sem þvera þarf þjóðveginn,“ segir í umsögn Mýrdalshrepps. „Með slíku fyrirkomulagi væri tryggt að starfsemin skilaði sér í atvinnuuppbyggingu í heimabyggð og verðmætasköpun á efnistökusvæðinu. Enn fremur væri slíkt fyrirkomulag mun frekar í samræmi við tilgang starfseminnar um að gera ferlið sem umhverfisvænast.“ Óligarki með tengsl við Rússland Málið kom upp síðasta sumar og var ítrekað fjallað um EP Power Minerals sem þýskt fyrirtæki. Það er í sjálfu sér rétt en fyrirtækið er hins vegar í eigu tékkneska orkufyrirtækisins EPH sem starfar víða um heim. EPH er að 94 prósentum í eigu tékkneska óligarkans Daniel Kretinskí. Kretinskí auðgaðist fyrst og fremst með verslun á rússnesku gasi, verslun sem hann hefur ekki viljað leggja af. Hann er einnig stór eigandi í þýsku heildsölukeðjunni Metro sem verslar umtalsvert við Rússa eftir innrásina og vill ekki hætta. Úkraínumenn hafa lýst þessu sem beinum stuðningi við stríðsvél Rússa. Sóðaskapur Þá hefur umhverfisspor EPH ekki verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið er eitt af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Fyrirtækið er það eina í Þýskalandi sem hyggst brenna kolum eftir árið 2030. Kretinskí á hluti í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, svo sem franska dagblaðinu Le Monde og enska knattspyrnuliðinu West Ham United. Einnig fyrirtæki önnur fyrirtæki sem hafa verið sökuð um umhverfissóðaskap, eins og til dæmis urðunarfyrirtækið AVE CZ. „Mér er ekki kunnugt um það hver Daníel Kretinskí er eða eignarhald hans,“ segir Einar aðspurður um hvort að eignarhald Kretinskí, umhverfisorðspor hans og tengsl við Rússland hefðu einhver áhrif á framkvæmdina á Mýrdalssandi. Mýrdalshreppur Tékkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Staðan er sú að Skipulagsstofnun gaf í síðustu viku út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps um stöðuna á fyrirhuguðum vikurflutningum úr Háöldu, austan Hafurseyjar á Mýrdalssandi. „Umsagnir og álit skipulagsstofnunar verða tekin til greina ef málið kemur aftur á borð sveitarstjórnar.“ Liggur því ekkert fyrir um hvort nokkuð verði gert í sumar. Skipulagsstofnun birti sitt álit þann 6. júní. Bætist það í mikinn fjölda afar neikvæðra umsagna um framkvæmdina sem EP Power Minerals vill hefja í Háöldu. Fyrirtækið vill keyra með gríðarlegt magn vikurs, marga vörubíla á dag, í gegnum sjö sveitarfélög vestur til Þorlákshafnar til að flytja hann út til sementsgerðar. Meðal þeirra sem hafa birt neikvæðar umsagnir eru viðkomandi sveitarfélög á Suðurlandi, Umhverfisstofnun og Vegagerðin. Hefur verið bent á að efnistakan muni hafa víðtæk áhrif í 100 til 200 ár. Niðurbrot vega verði mikið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og loftmengun töluverð. „Ef áformin ganga eftir þá mun fjöldi fólks búa við starfsemina svo kynslóðum skiptir,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. „Með hliðsjón af hve umfangsmikið áhrifasvæði framkvæmdarinnar er, hve margir verða fyrir áhrifum og langs tíma sem áhrifin koma til með að vara telur Skipulagsstofnun að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.“ Vilja byggja nýja höfn Sveitarstjórn Mýrdalshrepps setur sig ekki upp á móti efnistökunni en tekur undir að áhrif á löngum þungaflutningum til Þorlákshafnar verði slæm. Hefur hún lýst sig reiðubúna í viðræður um hafnargerð sunnan við Mýrdalssand. „Þannig mætti koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif á umferð, hljóðvist og ferðamennsku með því að flytja vikurinn stystu leið með undirgöngum þar sem þvera þarf þjóðveginn,“ segir í umsögn Mýrdalshrepps. „Með slíku fyrirkomulagi væri tryggt að starfsemin skilaði sér í atvinnuuppbyggingu í heimabyggð og verðmætasköpun á efnistökusvæðinu. Enn fremur væri slíkt fyrirkomulag mun frekar í samræmi við tilgang starfseminnar um að gera ferlið sem umhverfisvænast.“ Óligarki með tengsl við Rússland Málið kom upp síðasta sumar og var ítrekað fjallað um EP Power Minerals sem þýskt fyrirtæki. Það er í sjálfu sér rétt en fyrirtækið er hins vegar í eigu tékkneska orkufyrirtækisins EPH sem starfar víða um heim. EPH er að 94 prósentum í eigu tékkneska óligarkans Daniel Kretinskí. Kretinskí auðgaðist fyrst og fremst með verslun á rússnesku gasi, verslun sem hann hefur ekki viljað leggja af. Hann er einnig stór eigandi í þýsku heildsölukeðjunni Metro sem verslar umtalsvert við Rússa eftir innrásina og vill ekki hætta. Úkraínumenn hafa lýst þessu sem beinum stuðningi við stríðsvél Rússa. Sóðaskapur Þá hefur umhverfisspor EPH ekki verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið er eitt af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Fyrirtækið er það eina í Þýskalandi sem hyggst brenna kolum eftir árið 2030. Kretinskí á hluti í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, svo sem franska dagblaðinu Le Monde og enska knattspyrnuliðinu West Ham United. Einnig fyrirtæki önnur fyrirtæki sem hafa verið sökuð um umhverfissóðaskap, eins og til dæmis urðunarfyrirtækið AVE CZ. „Mér er ekki kunnugt um það hver Daníel Kretinskí er eða eignarhald hans,“ segir Einar aðspurður um hvort að eignarhald Kretinskí, umhverfisorðspor hans og tengsl við Rússland hefðu einhver áhrif á framkvæmdina á Mýrdalssandi.
Mýrdalshreppur Tékkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Skipulag Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira