„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. 20.7.2021 19:23
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. 20.7.2021 11:44
23 stelpur í sóttkví eftir að kennari smitaðist á Laufásborg 23 stúlkur á leikskólanum Laufásborg voru sendar í sóttkví eftir að leikskólakennari greindist með kórónuveiruna á sunnudag. Annar kennari greindist með veiruna í morgun, að sögn leikskólastýru. 20.7.2021 11:29
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. 20.7.2021 11:02
Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. 19.7.2021 11:46
Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði. 19.7.2021 10:52
Maðurinn sem festi handlegg í rúllubindivél ekki alvarlega slasaður Karlmaður sem klemmdi handlegg í rúllubindivél í Grímsnesi í gær er ekki alvarlega slasaður, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. 19.7.2021 10:39
Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum. 18.7.2021 18:04
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18.7.2021 14:32
Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. 18.7.2021 13:32