Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. júlí 2021 14:32 Áhöfnin varð uppvís að brottkasti á 72 bolfiskum, aðallega þorski. Vísir/Vilhelm Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. Fiskistofa varð vör við brottkastið á skipinu, Bergvík GK 22, við eftirlit 28. apríl síðastliðinn. Notast var við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brottkast áhafnar. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að stofnunin meti brottkastið í umræddu tilviki stórfellt. „Þar var kastað fyrir borð að minnsta kosti 72 bolfiskum, þorski aðallega, á um fjörutíu mínútna tímabili sem eftirlitið stóð yfir og það teljum við vera talsvert brottkast. Þetta eru um tveir fiskar á mínútu af þorski,“ segir Elín. „Við erum að beita drónunum bæði hér nær landi og við erum einnig farin að beita drónunum á togaraslóðum, þannig að fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru að koma inn á borð hjá okkur.“ Skipið var svipt veiðileyfi í tvær vikur, frá öðrum júlí til fimmtánda júlí. Elín segir að forsvarsmenn viðkomandi skips hafi áður fengið leiðbeiningar vegna brottkasts. Ekki hafi verið hægt að grípa til vægari aðgerða en sviptingar í þessu tilviki. Þá sé óþægilega mikið um brottkast að mati stofnunarinnar, sem óskað hafi eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni.“ Sjávarútvegur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Sjá meira
Fiskistofa varð vör við brottkastið á skipinu, Bergvík GK 22, við eftirlit 28. apríl síðastliðinn. Notast var við dróna með áfastri myndavél við eftirlitið og upptökubúnaður virkjaður eftir að eftirlitsmenn urðu varir við brottkast áhafnar. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að stofnunin meti brottkastið í umræddu tilviki stórfellt. „Þar var kastað fyrir borð að minnsta kosti 72 bolfiskum, þorski aðallega, á um fjörutíu mínútna tímabili sem eftirlitið stóð yfir og það teljum við vera talsvert brottkast. Þetta eru um tveir fiskar á mínútu af þorski,“ segir Elín. „Við erum að beita drónunum bæði hér nær landi og við erum einnig farin að beita drónunum á togaraslóðum, þannig að fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru að koma inn á borð hjá okkur.“ Skipið var svipt veiðileyfi í tvær vikur, frá öðrum júlí til fimmtánda júlí. Elín segir að forsvarsmenn viðkomandi skips hafi áður fengið leiðbeiningar vegna brottkasts. Ekki hafi verið hægt að grípa til vægari aðgerða en sviptingar í þessu tilviki. Þá sé óþægilega mikið um brottkast að mati stofnunarinnar, sem óskað hafi eftir samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi til að berjast gegn slíkri umgengni við auðlindina. „Því við verðum að hafa það í huga að brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar og þess vegna er samstaða um að þessi hegðun verði ekki liðin. hún er lykillinn að því að vernda þessa hagsmuni.“
Sjávarútvegur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Sjá meira