Níu greindust innanlands, enginn í sóttkví Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, enginn þeirra í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. 18.7.2021 12:22
Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. 17.7.2021 20:00
Reikna með yfir fjögur hundruð í sóttkví eftir daginn Almannavarnir reikna með því að yfir fjögur hundruð manns verði komnir í sóttkví eftir daginn í dag. Þá hefur ekki tekist að tengja þá sem greindust með kórónuveiruna í gær við eldri smit, samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra almannavarna. Það sé áhyggjuefni. 17.7.2021 19:07
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. 17.7.2021 14:07
Talsvert veikir í farsóttarhúsi þrátt fyrir bólusetningu Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga en á fjórða tug eru þar í einangrun vegna kórónuveirusmits. Forstöðumaður segir að fólkið sé talsvert veikt, þrátt fyrir bólusetningu. 17.7.2021 12:49
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Tólf greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sjö utan sóttkvíar. Mjög hefur fjölgað í farsóttarhúsi síðustu daga og fólk þar er talsvert veikt þrátt fyrir bólusetningu, að sögn forstöðumanns. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 17.7.2021 11:50
Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send. 17.7.2021 10:17
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14.7.2021 07:00
Mikið tekjutap að missa aðganginn Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. 13.7.2021 20:38
„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. 13.7.2021 19:30