Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. 13.7.2021 12:47
Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. 12.7.2021 20:31
Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna Þingflokksformaður Vinstri grænna segir lítinn stuðning meðal kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki koma sér á óvart. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem sé á hinum enda pólitíska rófsins, geti skýrt andstöðuna. 12.7.2021 19:35
„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11.7.2021 20:30
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ferðaþjónustan er að komast í sama horf og fyrir faraldur. Lundabúðir fyllast og flöskuháls hefur myndast hjá bílaleigum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við ferðamenn sem bera fyrirkomulaginu á Keflavíkurflugvelli vel söguna, þrátt fyrir fréttir af örtröð á vellinum undanfarna daga. 11.7.2021 18:18
Lést eftir smit af tveimur afbrigðum veirunnar á sama tíma Níræð kona frá Belgíu, sem lést af völdum Covid-19, var smituð af bæði alpha- og beta-afbrigðum veirunnar á sama tíma. 11.7.2021 12:36
Ekkja forsetans lýsir atburðarásinni í fyrsta sinn Martine Moise, ekkja Jovenel Moise forseta Haítí, segir vígamenn hafa látið byssukúlum rigna yfir mann sinn á miðvikudagsmorgun og hann legið sundurskotinn í valnum. 11.7.2021 12:26
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 11.7.2021 11:47
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11.7.2021 11:16
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10.7.2021 21:44