Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar

Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðaþjónustan er að komast í sama horf og fyrir faraldur. Lundabúðir fyllast og flöskuháls hefur myndast hjá bílaleigum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við ferðamenn sem bera fyrirkomulaginu á Keflavíkurflugvelli vel söguna, þrátt fyrir fréttir af örtröð á vellinum undanfarna daga. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi

Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

Sjá meira