Áhyggjur af ferðalögum Íslendinga þar sem faraldurinn er í uppsveiflu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:47 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af auknum ferðalögum Íslendinga til útlanda, einkum Spánar þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið í miklum vexti. Hann hvetur Íslendinga erlendis til að fara varlega. Tveir greindust með veiruna innanlands í gær. Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjallað var um stöðuna á Spáni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna í landinu í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni. Víða eru frekari takmarkanir í gildi, til dæmis á Tenerife og á Alicante-svæðinu. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mælir sérstaklega gegn því að óbólusettir fari til útlanda, sem til dæmis á við um flest börn. Áhyggjur eru líka af ferðalögum bólusettra. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti,“ segir Þórólfur. Þarf að skoða „áður en við missum þetta úr höndunum“ Borið hafi á því að smitaðir komi til landsins upp á síðkastið. Verið sé að skoða leiðir til að takmarka slíkt. „Og það þarf að skoða það tiltölulega fljótlega myndi ég halda, áður en við missum þetta úr höndunum,“ segir Þórólfur. „Við höfum ekki mannafla til að taka þessi sýni á landamærunum og svo höfum við takmarkaða getu til greiningar á sýnum. Þannig að við ráðum ekki almennilega við þennan fjölda að taka sýni frá honum öllum þannig að við þurfum að hugsa þetta einhvern veginn í öðrum brautum. [...] En það sem er verið að skoða er hvort við getum krafist einhverra annarra vottorða, getum við krafist neikvæðra PCR-vottorða frá öllum sem eru að koma til landsins eins og margar þjóðir gera.“ Rjúki ekki strax í fjölskylduboð Hann biður ferðalanga að hafa varann á. „Það er mjög mikilvæg hvatning til Íslendinga sem eru að ferðast erlendis, hvort sem þeir eru óbólusettir eða bólusettir, að fara varlega og eins þegar þeir koma heim að fara mjög varlega. hafi þeir minnstu einkenni eftir heimkomu, að fara í sýnatökur. Fara varlega og fara ekki strax í fjölskylduveislur, sem eins og við höfum séð geta valdið útbreiddu smiti.“ Tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í dag voru bólusettir fyrir þremur til fjórum vikum. Ekki hefur tekist að rekja smitin og hópur hefur þurft að fara í sóttkví. Skemmtistaðurinn Bankastræti Club segir í færslu á Instagram í dag að að minnsta kosti eitt smit utan sóttkvíar um helgina sé rakið til staðarins. Allir gestir séu hvattir til að fara í sýnatöku. „Við vitum að við erum ekki búin að vera með innanlandssmit núna mjög lengi og eina leiðin fyrir veiruna að koma inn er í gegnum landamærin, þannig að það er langlíklegast. En við sjáum það betur þegar niðurstaða kemur úr raðgreiningu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ferðalög Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira