Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22.3.2021 18:15
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samfélagssmit er komið upp á landinu og hyggst sóttvarnalæknir leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands og á landamærum. Fjallað verður um smit helgarinnar og mikinn fjölda sem er kominn í sóttkví vegna þeirra í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.3.2021 18:00
Fá falska öryggistilfinningu eftir fyrri skimun og gæta ekki að sér í sóttkví Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir aðstæður á landamærum hafa breyst upp á síðkastið; fleiri greinist nú í seinni landamæraskimun en áður og ljóst að sumir gæti ekki að sér í sóttkví. 22.3.2021 17:56
Tveir smitaðir farþegar um borð í Norrænu Tveir farþegar í Norrænu greindust með kórónuveiruna er þeir komu um borð í ferjuna í Hirtshals í Danmörku. Farþegarnir höfðu báðir framvísað neikvæðu PCR-prófi í samræmi við reglur. Kannað verður við komuna til landsins hvort smitin eru gömul. 22.3.2021 17:15
Boða til upplýsingafundar vegna eldgossins Almannavarnir og Veðurstofa Íslands boða til upplýsingafundar klukkan 14 þann 20. mars vegna eldgossins í Geldingadal. Sýnt verður beint frá fundinum hér á Vísi. 20.3.2021 02:48
Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20.3.2021 02:32
Krýsuvíkurskóli rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð Meðferðarheimilið Krýsuvíkurskóli var rýmt í kvöld vegna gasmengunarhættu. Þau sem þar dvöldu voru flutt í Hópsskóla í Grindavík, þar sem opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð. 20.3.2021 01:49
Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20.3.2021 01:26
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20.3.2021 00:36
Myndband sýnir hraunið renna úr sprungunni Veðurstofa Íslands birti nú á tólfta tímanum myndband af eldgosinu sem hófst í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall. Myndbandið sýnir hraun renna úr sprungunni sem talin er um 200 metra löng. 19.3.2021 23:27