Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Bráðvantaði rafstöðvarnar í flóðinu

Þrettán björgunarsveitir fengu í dag afhentar færanlegar rafstöðvar sem eiga að efla fjarskiptaöryggi þegar gerir óveður eða náttúruhamfarir verða. Björgunarsveitarmaður segir að slíkar stöðvar hefðu komið að miklum notum þegar aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrir jól.

Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni

Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir.

Konu sleppt úr haldi í gær

Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seint í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á morði í Rauðagerði um helgina. Alls eru nú sjö í haldi lögreglu vegna málsins. Kona var handtekin í tengslum við rannsóknina en sleppt úr haldi lögreglu í gær.

„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans

Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð.

Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi

Heilbrigðisráðherra segir að íslenskum ríkisborgurum verði aldrei vísað úr landi. Hún telur kröfu um að allir framvísi PCR-prófi áður en þeir koma til landsins standast stjórnarskrá og tekur ekki undir efasemdir sem komið hafa fram þess efnis.

Ragnar Þór hvorki sak­borningur né vitni í veiði­þjófnaðar­máli

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar.

Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma

Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli.

Sjá meira