Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ráðherrar í ríkisstjórn fordæma skotárás á bíl borgarstjóra og flokkar á þingi vilja fund með ríkislögreglustjóra. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. 29.1.2021 18:14
Einn mánuður til viðbótar fyrir að senda þremur félögum nektarmynd af fyrrverandi Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni hálfnaktri, sofandi í rúmi með nöktum karlmanni, og sent myndina þremur mönnum. 29.1.2021 18:11
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29.1.2021 17:25
Vellauðugt par sótt til saka fyrir að svíkja út bóluefni ætlað frumbyggjum Kanadískt par á yfir höfði sér fangelsisvist eftir að hafa beitt brögðum til að fá bólusetningu við kórónuveirunni. Parið, sem er hvítt og forríkt, fékk bóluefni sem ætlað var viðkvæmum hópi kanadískra frumbyggja. 28.1.2021 23:48
Fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á Eyrarbakkavegi Bílvelta varð á Eyrarbakkavegi rétt sunnan við Selfoss skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur á sjúkrahús á Selfossi. 28.1.2021 23:00
Fregnir af hvarfi konu orðum auknar Erlend kona, sem lýst var eftir á samfélagsmiðlum í dag, er heil á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla segir fregnir af hvarfi konunnar orðum auknar. 28.1.2021 21:50
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28.1.2021 21:26
Framlengja harðar aðgerðir út febrúar Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar. 28.1.2021 21:01
Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins. 28.1.2021 19:59
Mikill viðbúnaður vegna elds í Fellsmúla Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kvöldmatarleytið vegna elds í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. Eldur kviknaði í íbúð í húsinu en húsráðendur komust sjálfir út. Slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum. 28.1.2021 19:09