Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Borgarstjóra er brugðið eftir að skotið var á bíl hans. Hann segir þetta höggva nærri heimili sínu þar sem þeir búa sem honum eru kærastir. Við ræðum við hann í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30. 28.1.2021 18:21
Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl. 28.1.2021 18:00
Lögregla leitar tveggja manna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum sem sjást á meðfylgjandi mynd vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Mennirnir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. 28.1.2021 17:20
„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. 27.1.2021 23:37
Syllan brytjuð niður með vinnuvélum Unnið hefur verið að því síðdegis og í kvöld að brjóta niður stærðarinnar snjósyllu fyrir ofan Vesturfarasetrið á Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna stærðarinnar sprungu í snjólögum sem uppgötvaðist fyrir ofan setrið í gærkvöldi, fyrir árvekni ungs pilts. 27.1.2021 22:11
Bara krapi svo langt sem augað eygir Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn. 27.1.2021 21:32
Vann rúmar 6,7 milljónir Heppinn áskrifandi vann þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær rúmar 6.7 milljónir í sinn hlut. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út að þessu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. 27.1.2021 21:00
Loka landamærum Noregs næstum alveg Hörðustu takmarkanir á landamærum Noregs síðan í mars taka gildi í landinu á miðnætti annað kvöld, 29. janúar. Landið verður í reynd lokað fyrir öllum sem ekki eru íbúar. Þetta tilkynnti Erna Solbergs forsætisráðherra Noregs á blaðamannafundi nú síðdegis. 27.1.2021 19:51
„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir. 27.1.2021 18:35
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgjunni hér á landi finna enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindi. Fjallað verður ítarlega um eftirköst Covid-19 í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við kynnum okkur rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar og greinum frá því hvaða einkennum fólk finnur helst enn fyrir. 27.1.2021 18:00