Boða hertar sóttvarnir vegna skæðrar fuglaflensu Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir hér á landi frá miðjum febrúar vegna skæðrar fuglaflensu, sem heldur áfram að breiðast út víða um heim. Talsverðar líkur eru taldar á því að fuglaflensan berist hingað með farfuglum og MAST segir afleiðingar smits á stórum alifuglabúum geta verið mjög alvarlegar. 27.1.2021 17:21
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26.1.2021 23:24
Johnson segist algjörlega miður sín Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist bera alla ábyrgð á aðgerðum ríkisstjórnar sinnar gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð í glímunni við faraldurinn. 26.1.2021 22:36
Krapaflóðið tók sundur stofnstreng Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu. 26.1.2021 21:38
„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. 26.1.2021 19:53
Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla. 26.1.2021 18:04
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Von er á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og segist heilbrigðisráðherra enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Málið var rætt á þingi í dag og verður fjallað um það í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá verður rætt við yfirlækni ónæmisfræðideildar um hvað sé vitað um bóluefni Janssen. 26.1.2021 18:01
Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26.1.2021 17:48
Eitthvað mikið þurfi að fara úrskeiðis til að breytt nálgun heppnist ekki Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ánægjulegt hve fáir hafi greinst með covid-19 innanlands undanfarna daga. Hann bendir þó á að það sé áhyggjuefni hversu margir séu enn að greinast á landamærunum. Þeir sem þar greinist geti orðið alvarlega veikir sem geti skilað sér í auknu álagi á heilbrigðiskerfið. 24.1.2021 22:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Það fjölgar um einn flokk á Alþingi samkvæmt könnun Stöðvar 2 á fylgi flokkanna. Sósíalistaflokkurinn kæmi nýr inn á þing og flokkarnir yrðu þá alls níu. Við segjum frá niðurstöðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2. 24.1.2021 18:19