Íbúar húsanna þriggja á Flateyri mega snúa heim Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á Flateyri en íbúum þriggja íbúðarhúsa var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Þeir mega því snúa heim. Sömuleiðis er talið óhætt að dvelja á hafnarsvæðinu og viðvörunarljósið þar verður slökkt. 24.1.2021 14:51
Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær. 24.1.2021 14:27
Aðgerðum lokið við Kleifarvatn Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn eftir að tilkynning barst um slys upp úr klukkan 12. Talið var að manneskja hefði farið í vatnið en síðar kom í ljós að ekki væri hætta á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 24.1.2021 12:50
Vonaði að partíin fengju að bíða aðeins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, segir að þegar lögregla þurfi að hafa afskipti af mörgum samkvæmum sé það vísbending um að fólk sé farið að slaka á í sóttvörnum. 24.1.2021 12:19
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag tökum við stöðuna á snjóflóðum sem fallið hafa á Vestfjörðum og norðanverðu landinu síðasta sólarhringinn. Óveður hefur geisað fyrir norðan undanfarna daga og vegum lokað. 24.1.2021 11:46
Tveir greindust innanlands en átta á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta greindust á landamærum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. 24.1.2021 11:00
Í sérstakri sóttkví eftir að breska afbrigðið greindist á leikskóla sonarins Anna Þorsteinsdóttir, íslensk kona sem búsett er í Danmörku, er nú í tveggja vikna sóttkví eftir að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar greindist á leikskóla sonar hennar. Hún segir stöðuna erfiða. 24.1.2021 10:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Hættustigi hefur verið lýst yfir á Flateyri vegna snjóflóðahættu og þrjú íbúðarhús verða rýmd. Kona sem var stödd á Öxnadalsheiði þegar snjóflóð féll á svæðið í gærkvöldi segist hissa á því að Vegagerðin skuli hafa sagt veginn færan. Við ræðum við hana og viðbragðsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23.1.2021 18:01
Telur enga ástæðu til að hræðast kynningu Borisar Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur ekki ástæðu til að hræðast niðurstöður rannsókna á hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar, sem forsætisráðherra Bretlands kynnti í gær. Niðurstöðurnar bendi vissulega til þess að afbrigðið gæti verið banvænna en önnur – en það sé þó alls ekki sannað. Þá eigi Íslendingar að halda áfram á sömu braut, sem hingað til hefur haldið afbrigðinu í skefjum. 23.1.2021 14:02
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Þrír greindust á landamærum í gær en ekki liggur fyrir hvort um virk smit var að ræða. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 23.1.2021 11:20