Óttast að aðeins „pínulítill hundraðshluti þjóðarinnar“ verði bólusettur fyrir lok næsta árs Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur hættu á að aðeins „pínulítill hundraðshluti þjóðarinnar“ verði bólusettur fyrir kórónuveirunni fyrir lok næsta árs. Samningar stjórnvalda um kaup á bóluefni feli aðeins í sér magn en ekki afhendingartíma. 31.12.2020 10:44
Þrír greindust innanlands og þar af tveir í sóttkví Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru tveir í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 31.12.2020 10:25
Tíu enn saknað eftir leit í nótt Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. 31.12.2020 09:34
Einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna látinn Samuel Little, einn alræmdasti raðmorðingi Bandaríkjanna, lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu. Little játaði á sig yfir níutíu morð víðsvegar um Bandaríkin og var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi. 31.12.2020 08:50
Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt. 31.12.2020 08:22
Ísinn brast undan mótorhjólamanni á Hafravatni Maður á mótorhjóli datt ofan í Hafravatn þegar ísinn á vatninu brast undan honum skömmu eftir hádegi í dag. Maðurinn var kominn í land af sjálfsdáðum þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn en var fluttur blautur og hrakinn á sjúkrahús. 30.12.2020 16:08
Skriða féll hundrað metrum frá heimili Hafdísar Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum. 30.12.2020 15:27
Sáttafundur Össurar og Eiðs eftir misskilning í strætó Össur Pétur Valdimarsson vagnstjóri hjá Strætó og Eiður Welding, varaformaður CP-félagsins, áttu sáttafund í Mjódd í gærkvöldi eftir misskilning þeirra á milli í strætó um helgina. Málið rataði í fjölmiðla en hefur nú fengið farsæla lausn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó. 30.12.2020 13:53
Jólaáhyggjurnar ekki að raungerast Sóttvarnalæknir segir að svo virðist sem áhyggjur sem hann hafði af kórónuveirusmitum um og eftir jólin séu ekki að raungerast. Það sé ekki að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Enn séu þó ekki öll kurl komin til grafar. 30.12.2020 13:10
Þrjú flutt á slysadeild eftir aftanákeyrslu við Hellisheiðarvirkjun Þrjú voru flutt á slysadeild með minniháttar meiðsli í morgun eftir aftanákeyrslu við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. 30.12.2020 12:47