Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta frá Pfizer Ísland fær 80 þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer í gegnum viðbótarsamning Evrópusambandsins um kaup á 100 milljónum skammta af efninu. Samningur Íslands um kaupin verður undirritaður á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28.12.2020 17:16
Samruni Storytel og Forlagsins blásinn af Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Forlagsins og Storytel sem tilkynnt var um í sumar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Storytel og Forlagsins, þar sem einnig er greint frá undirritun „langtímasamnings“ milli fyrirtækjanna um dreifingu hljóð- og rafbóka. Teikn voru á lofti um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki samþykkja samrunann, að sögn landsstjóra Storytel á Íslandi. 21.12.2020 15:12
Heimila notkun á bóluefni Pfizer í Evrópu Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að heimila notkun á bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Nefndin mælir með því að bóluefnið fái skilyrt markaðsleyfi í Evrópu. 21.12.2020 14:26
Nýsmituð tengjast vinahópum Þau sem hafa verið að greinast með kórónuveiruna síðustu daga tengjast vinahópum, að sögn landlæknis. Vísbendingar eru um að faraldurinn sé á uppleið. Vel má vera að þegar búið er að bólusetja mestu áhættuhópa verði hægt að slaka á sóttvarnaaðgerðum. 21.12.2020 14:20
Þjóðverjar eflaust ekki allir kátir með „jólagjöfina“ Íslensk stjórnvöld telja sig hafa tryggt bóluefni fyrir alla þjóðina og sjá fyrir sér að hægt verði að bólusetja meginhluta þjóðarinnar á næstu mánuðum. Þá telja stjórnvöld að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið í samstarfi við hið fjölmenna Evrópusamband. Einnig hefði verið nær ómögulegt að sjá það fyrir í vor að Pfizer ætti eftir að taka forystuna í bóluefnakapphlaupinu. 21.12.2020 13:32
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21.12.2020 11:20
Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21.12.2020 10:31
Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. 21.12.2020 09:06
Sex handteknir í aðgerðum tengdum barnaníði og vændi Sex voru nýverið handteknir í aðgerðum lögreglu gegn barnaníði á netinu og vændi. Fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft barnaníðsefni í sinni vörslu og tveir handteknir vegna gruns um vændiskaup. 18.12.2020 15:49
Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18.12.2020 15:05