Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. 16.12.2020 16:15
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16.12.2020 15:44
Sjúkrabíllinn of hár fyrir bílakjallarann í Hörpu Sjúkrabíll sem sendur var í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu nú síðdegis komst ekki leiðar sinnar vegna hæðar. Bíllinn var of hár fyrir bílakjallarann en minni bíll var sendur til að leysa hann af hólmi. 16.12.2020 14:27
Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. 16.12.2020 14:03
Harður árekstur á Kringlumýrarbraut Harður árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 16.12.2020 11:47
Hafnaði því að hafa vísvitandi leynt góðkynja æxli og fær tíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun desember tryggingafélagið Líftryggingamiðstöðina, sem heyrir undir TM, til að greiða konu tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingu sem hún var með hjá félaginu. 16.12.2020 11:27
Fólk fresti för um sólarhring í það minnsta Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis. 15.12.2020 16:32
Dæmdur fyrir 200 þúsund barnaklámsmyndir eftir brot gegn fötluðum skjólstæðingi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir vörslu á miklu magni barnaníðsefnis. Maðurinn var í júní á þessu ári dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn alvarlega fötluðum skjólstæðingi sínum. 15.12.2020 16:09
Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti. 15.12.2020 16:05
Aflýsa öllum áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. 15.12.2020 14:36