Evrópunefndin fundar um leyfið viku fyrr en áætlað var Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu, sem leggur mat á markaðsleyfisumsókn bóluefnis Pfizer í Evrópu, hyggst flýta fundi um umsóknina. Fundað verður 21. desember en áður var ekki áætlað að halda fundinn fyrr en þann 29. desember. 15.12.2020 14:17
Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. 15.12.2020 13:49
Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. 15.12.2020 12:23
Frekari styrkir standa ekki til Ferðamálaráðherra segir ekki á döfinni að stjórnvöld komi frekar til móts við ferðaþjónustufyrirtæki með styrkjum. 13.12.2020 20:30
Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn. 13.12.2020 13:23
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smituðum muni fara fjölgandi á næstu dögum miðað við fregnir af fjölda samkvæmum og hópamyndunum. Mikla óþreyju megi finna meðal almennings. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar. 13.12.2020 11:52
Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13.12.2020 10:52
Smitstuðullinn nú undir einum Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt. 13.12.2020 08:55
Staðfestir það sem samtökin óttuðust Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. 12.12.2020 18:56
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sóttvarnalækni um stöðu kórónuveirufaraldursins á þriðju helgi aðventu en fimm greindust með veiruna innanlands í gær. 12.12.2020 11:30