Segist hafa látið Vegagerðina vita af bikblæðingunum strax á sunnudag Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 15. desember 2020 12:23 Bik sem hlaðist hefur utan á bíl frá vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík. Þróttur Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust. Bílstjórar á flutningabílum á Norðurlandi lýstu í gær gríðarlegum blæðingum á vegum. Vegklæðning hafi hlaðist utan á dekk og valdið miklu tjóni. Magnús E. Svavarsson framkvæmdastjóri Vörumiðlunar segir í samtali við fréttastofu að flutningabílar á hans vegum hafi ekið umrædda vegkafla um helgina. Hann segir ástandið sem myndast á vegunum við þessar aðstæður skelfilegt. „Auðvitað er veðrið sem spilar inn í þetta en það er skelfilegt að þetta bindiefni í þessu skuli valda þessu, því þetta er að gerast aftur og aftur, ekki náttúrulega svona mikið nema fyrir sjö árum. Þá gerðist þetta, þá var það hrikalega mikið en þetta er ekki betra. Þetta hleðst utan um dekkin, spýtist yfir brettin, brýtur bretti og ljós og svo er þetta hættulegt gagnvart öðrum í umferðinni,“ segir Magnús. Í það minnsta fjórtán bílar á vegum Vörumiðlunar urðu fyrir tjóni af völdum vegblæðinganna. „Við erum að tala um hundruð þúsunda á bíl, þannig að þetta hleypur á milljónum. Það eru framrúðubrot, ljósbrot, það eru bretti brotin, það eru skemmdar raflagnir og svo öll þessi þrif sem eru alveg svakaleg,“ segir Magnús. Þá kveðst hann hafa séð í hvað stefndi um helgina og tilkynnt þá um málið til Vegagerðarinnar. Að hans mati hefði átt að loka veginum strax á sunnudag. „Á sunnudaginn er þetta að gerast og ég hringi þá í vegagerðina, 1777, rétt um fimmleytið og segi að þetta sé að gerast. Tveir bílar, annar frá mér og annar flutningabíll á leið suður séu að lenda í þessu. Og ég segi að það sé að myndast þarna alvarlegt ástand. Og mér er svarað því kurteislega að hún komi þessu á framfæri og annar þá búinn að hringja á undan. […] Mér vitanlega var ekkert gert í þessu fyrr en eftir hádegi á mánudegi í gær.“ Fóru yfir alla vegkafla G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar hjá Vegagerðinni segir í samtali við fréttastofu að málið sé mjög flókið en blæðingarnar séu tilkomnar vegna hitasveiflna í veðri síðustu daga. Einn viðmælenda fréttaastofu sagði að hann hefði á sunnudaginn látið Vegagerðina vita að það stefndi í óefni, hann hafði áhyggjur af umferðaröryggi. Til hvaða aðgerða var gripið þá? „Ég er ekki með þessa tímalínu á hreinu en við vöruðum við þessum blæðingum um leið og við vissum af þeim og merkjum það líka,“ segir G. Pétur. Í yfirlýsingu Vegagerðarinnar vegna málsins sem send var út fyrir hádegi kemur fram að Vegagerðin hafi farið yfir alla vegkafla sem um ræðir og farið aftur af stað í birtingu í morgun. Unnið sé að því að hreinsa burt bik á yfirborði. Búið sé að merkja þessa kafla en til skoðunar sé að takmarka leyfðan þunga ökutækja sem þar fara um. Bikhrúga á þjóðvegi 1 fyrir utan Varmahlíð nú fyrir hádegi.Vísir/tryggvi páll Í tilkynningunni segir að blæðingarnar verði í klæðningum sem lögð er er á stóran hluta vegakerfisins, ekki í malbiki. Malbik sé allt að fimm sinnum dýrari lausn en klæðning „og því ljóst að ef ekki hefði komið til þeirrar aðferðar væri ekki búið að leggja bundið slitlag á nærri 6.000 km af íslenskum þjóðvegum.“ „Það er fyrst og fremst umferð þungra ökutækja sem kemur bikblæðingum af stað og ef það er mikil umferð léttari bíla að auki viðheldur hún blæðingunum. Einnig er mikilvægt að réttur loftþrýstingur sé í hjólbörðum þungra ökutækja, hann má ekki vera of mikill sérstaklega við aðstæður einsog þessar,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þá sé unnið að þróun aðferða til þess að geta notað svokallaða bikþeytu við lægra hitastig til að mýkja bikið „en vonir manna standa til þess að með slíkri þróun megi bæta verulega árangur af útlögn klæðingar.“ Verði vegfarendur fyrir tjóni af þessum völdum, eða hafði orðið fyrir tjóni, er best að fylla út tjónaskýrslu á vef Vegagerðarinnar á þessari síðu, að því er segir í tilkynningu. Ef einungis er þörf á þrifum er rétt að hafa samband við næstu þjónustustöð Vegagerðarinnar eða skoðunarmann í Reykjavík í síma 898-3210. Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bílstjórar á flutningabílum á Norðurlandi lýstu í gær gríðarlegum blæðingum á vegum. Vegklæðning hafi hlaðist utan á dekk og valdið miklu tjóni. Magnús E. Svavarsson framkvæmdastjóri Vörumiðlunar segir í samtali við fréttastofu að flutningabílar á hans vegum hafi ekið umrædda vegkafla um helgina. Hann segir ástandið sem myndast á vegunum við þessar aðstæður skelfilegt. „Auðvitað er veðrið sem spilar inn í þetta en það er skelfilegt að þetta bindiefni í þessu skuli valda þessu, því þetta er að gerast aftur og aftur, ekki náttúrulega svona mikið nema fyrir sjö árum. Þá gerðist þetta, þá var það hrikalega mikið en þetta er ekki betra. Þetta hleðst utan um dekkin, spýtist yfir brettin, brýtur bretti og ljós og svo er þetta hættulegt gagnvart öðrum í umferðinni,“ segir Magnús. Í það minnsta fjórtán bílar á vegum Vörumiðlunar urðu fyrir tjóni af völdum vegblæðinganna. „Við erum að tala um hundruð þúsunda á bíl, þannig að þetta hleypur á milljónum. Það eru framrúðubrot, ljósbrot, það eru bretti brotin, það eru skemmdar raflagnir og svo öll þessi þrif sem eru alveg svakaleg,“ segir Magnús. Þá kveðst hann hafa séð í hvað stefndi um helgina og tilkynnt þá um málið til Vegagerðarinnar. Að hans mati hefði átt að loka veginum strax á sunnudag. „Á sunnudaginn er þetta að gerast og ég hringi þá í vegagerðina, 1777, rétt um fimmleytið og segi að þetta sé að gerast. Tveir bílar, annar frá mér og annar flutningabíll á leið suður séu að lenda í þessu. Og ég segi að það sé að myndast þarna alvarlegt ástand. Og mér er svarað því kurteislega að hún komi þessu á framfæri og annar þá búinn að hringja á undan. […] Mér vitanlega var ekkert gert í þessu fyrr en eftir hádegi á mánudegi í gær.“ Fóru yfir alla vegkafla G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar hjá Vegagerðinni segir í samtali við fréttastofu að málið sé mjög flókið en blæðingarnar séu tilkomnar vegna hitasveiflna í veðri síðustu daga. Einn viðmælenda fréttaastofu sagði að hann hefði á sunnudaginn látið Vegagerðina vita að það stefndi í óefni, hann hafði áhyggjur af umferðaröryggi. Til hvaða aðgerða var gripið þá? „Ég er ekki með þessa tímalínu á hreinu en við vöruðum við þessum blæðingum um leið og við vissum af þeim og merkjum það líka,“ segir G. Pétur. Í yfirlýsingu Vegagerðarinnar vegna málsins sem send var út fyrir hádegi kemur fram að Vegagerðin hafi farið yfir alla vegkafla sem um ræðir og farið aftur af stað í birtingu í morgun. Unnið sé að því að hreinsa burt bik á yfirborði. Búið sé að merkja þessa kafla en til skoðunar sé að takmarka leyfðan þunga ökutækja sem þar fara um. Bikhrúga á þjóðvegi 1 fyrir utan Varmahlíð nú fyrir hádegi.Vísir/tryggvi páll Í tilkynningunni segir að blæðingarnar verði í klæðningum sem lögð er er á stóran hluta vegakerfisins, ekki í malbiki. Malbik sé allt að fimm sinnum dýrari lausn en klæðning „og því ljóst að ef ekki hefði komið til þeirrar aðferðar væri ekki búið að leggja bundið slitlag á nærri 6.000 km af íslenskum þjóðvegum.“ „Það er fyrst og fremst umferð þungra ökutækja sem kemur bikblæðingum af stað og ef það er mikil umferð léttari bíla að auki viðheldur hún blæðingunum. Einnig er mikilvægt að réttur loftþrýstingur sé í hjólbörðum þungra ökutækja, hann má ekki vera of mikill sérstaklega við aðstæður einsog þessar,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þá sé unnið að þróun aðferða til þess að geta notað svokallaða bikþeytu við lægra hitastig til að mýkja bikið „en vonir manna standa til þess að með slíkri þróun megi bæta verulega árangur af útlögn klæðingar.“ Verði vegfarendur fyrir tjóni af þessum völdum, eða hafði orðið fyrir tjóni, er best að fylla út tjónaskýrslu á vef Vegagerðarinnar á þessari síðu, að því er segir í tilkynningu. Ef einungis er þörf á þrifum er rétt að hafa samband við næstu þjónustustöð Vegagerðarinnar eða skoðunarmann í Reykjavík í síma 898-3210.
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er stórhættulegt fyrir margra hluta sakir“ „Við erum að sjá þetta á sumrin, við erum að sjá þetta á veturna,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur um blæðingar á vegum landsins. 15. desember 2020 09:08