Smitstuðullinn nú undir einum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2020 08:55 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn forsvarsmanna hópsins sem heldur utan um tölfræðilíkan um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Arnar Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt. Fram kemur í rýninni að faraldurinn sé nú á réttri leið þrátt fyrir bakslög. Miðað við fyrri spá frá 23. september hefur faraldurinn fylgt kúrfu í samræmi við fræðin, „en augljóslega fyrir utan sérstaklega stór og erfið hópsmit. Þau settu okkur af leið um tíma,“ segir í rýninni. Þá hafi verið fyrirséð að þessi bylgja yrði lengi að deyja út. Þróun miðað við nýrri spá benda til þess að fjöldi smitaðra fylgi nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember, þ.e.a.s. að smitstuðull utan sóttkvíar hafi náð viðsnúningi og hafi lækkað undir einn, hvar ákjósanlegt er að hafa hann. Smitstuðullinn er nú undir einum – en enn geti brugðið til beggja vona. „Nauðsynlegt er að hafa í huga að okkur hefur ekki tekist að ná smitunum alveg niður. Hluti einstaklinga er einkennalaus og fólk getur smitað án þess að sýna einkenni. Því er auðveldlega hægt að missa af smitum. Fjöldi smita undanfarna daga getur ennþá leitt af sér veldisvísisvöxt samkvæmt fræðunum. Þess vegna verður að fara varlega áfram og ekki gleyma sér þrátt fyrir gott gengi,“ segir í rýninni. Þá hafi gengið vel hér á landi samanborið við önnur lönd að ná faraldrinum niður. Tíðni tilfella sé með því lægsta miðað við löndin í kring. „Meira [að] segja lægri tíðni en hjá varkáru vinum okkar Finnum. Mikilvægt er að halda þeirri stöðu. Það mun ganga með þátttöku í þeim aðgerðum sem eru virkar núna: persónulegar sóttvarnir, 2 m regla, samkomutakmarkanir við 10 manns. Leggjum áherslu á grímunotkun og reynum að spara ferðir á fjölmenna staði. Förum í skimun ef við finnum fyrir minnstu einkennum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. 13. desember 2020 07:13 Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 12. desember 2020 14:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Fram kemur í rýninni að faraldurinn sé nú á réttri leið þrátt fyrir bakslög. Miðað við fyrri spá frá 23. september hefur faraldurinn fylgt kúrfu í samræmi við fræðin, „en augljóslega fyrir utan sérstaklega stór og erfið hópsmit. Þau settu okkur af leið um tíma,“ segir í rýninni. Þá hafi verið fyrirséð að þessi bylgja yrði lengi að deyja út. Þróun miðað við nýrri spá benda til þess að fjöldi smitaðra fylgi nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember, þ.e.a.s. að smitstuðull utan sóttkvíar hafi náð viðsnúningi og hafi lækkað undir einn, hvar ákjósanlegt er að hafa hann. Smitstuðullinn er nú undir einum – en enn geti brugðið til beggja vona. „Nauðsynlegt er að hafa í huga að okkur hefur ekki tekist að ná smitunum alveg niður. Hluti einstaklinga er einkennalaus og fólk getur smitað án þess að sýna einkenni. Því er auðveldlega hægt að missa af smitum. Fjöldi smita undanfarna daga getur ennþá leitt af sér veldisvísisvöxt samkvæmt fræðunum. Þess vegna verður að fara varlega áfram og ekki gleyma sér þrátt fyrir gott gengi,“ segir í rýninni. Þá hafi gengið vel hér á landi samanborið við önnur lönd að ná faraldrinum niður. Tíðni tilfella sé með því lægsta miðað við löndin í kring. „Meira [að] segja lægri tíðni en hjá varkáru vinum okkar Finnum. Mikilvægt er að halda þeirri stöðu. Það mun ganga með þátttöku í þeim aðgerðum sem eru virkar núna: persónulegar sóttvarnir, 2 m regla, samkomutakmarkanir við 10 manns. Leggjum áherslu á grímunotkun og reynum að spara ferðir á fjölmenna staði. Förum í skimun ef við finnum fyrir minnstu einkennum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. 13. desember 2020 07:13 Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21 Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 12. desember 2020 14:12 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. 13. desember 2020 07:13
Bandaríkjamenn hefja bólusetningar á mánudaginn Bóluefni Pfizer og BioNTech var í gær veitt neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefst bólusetning með því á mánudag. Skammtar fyrir þrjár milljónir verða fluttar til Bandaríkjanna nú um helgina. 12. desember 2020 20:21
Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 12. desember 2020 14:12
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði