Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á fjórða tug létust í árás Rússa á herstöð við landamæri Úkraínu og Póllands. Rússar fikra sig hægt og rólega nær Kænugarði. Páfinn bað Rússa í dag um að hætta árásum sínum, í nafni Guðs. 

„Maður þolir illa að tapa“

Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Minnst 35 eru látnir og 57 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina

Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við færum ykkur helstu fregnir af stríðinu í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar eru sagðir sækja í sig veðrið í nágrenni Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Íslendingur í Kænugarði óttast þó ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Við fjöllum um nýjustu vendingar í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu óttast að ásaknir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum sé undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Við segjum frá helstu tíðindum stríðsins í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Sjá meira