Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2022 19:06 Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns. Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati. Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira
Fréttaskýringaþættirnir 60 Minutes hafa verið sýndir á Stöð 2 um árabil og eru einir þekktustu sinnar tegundar í heimi. Og á miðvikudag kom sjö manna tökulið þáttanna til landsins með fréttamanninn Jon Wertheim í broddi fylkingar. Eurovision er viðfangsefnið að þessu sinni. En af hverju varð Ísland fyrir valinu? Wertheim þvertekur fyrir að Eurovision-mynd Wills Ferrell hafi átt nokkurn þátt í því. „Við sáum bara þessa miklu, og kannski hlutfallslega óvenjumiklu, ástríðu hérna. Keppnisstaðurinn er frábær og sú staðreynd að Ísland hefur átt svo mörg atriði sem hafa náð árangri en er samt enn að reyna að vinna fyrsta Eurovision-titilinn, það var líka hluti af aðdráttaraflinu,“ segir Jon Wertheim. Ísland var þó ekki eina landið sem kom til greina. „Vegna ABBA og árangurs Svía kom Svíþjóð vel til greina,“ segir Wertheim. Forsetinn kom á óvart Tökulið 60 Minutes hefði þannig getað verið í Stokkhólmi nú í kvöld að fylgjast með Melodifestivalen en verður í staðinn á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Að keppninni lokinni í kvöld mun Wertheim taka viðtal við sigurvegarann en hann hefur jafnframt náð tali af Daða Frey, fulltrúa Íslands í keppninni í fyrra, og forseta Íslands - sem Wertheim segir að hafi komið sér á óvart. „Sú staðreynd að forsetinn hefur svo mikla ástríðu og er viljugur að tala um það. Hann man þetta eins og um íþróttalið sé að ræða. [Hann man] hver vann 1988.“ Wertheim ætlar sjálfur að kjósa atriði á úrslitakvöldinu í kvöld en gefur ekkert frekar upp í þeim efnum. Það muni ráðast á keppninni hvert atkvæði hans rati.
Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Sjá meira