Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2026 22:44 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra ávarpaði útboðsþing Samtaka iðnaðarins í dag. Bjarni Einarsson Fjármálaráðherra segir ríkisvaldið aldrei hafa kynnt eins mörg fjárfestingarverkefni og í ár. Stærstu útboð ársins verða hjá Landsvirkjun en mestu framkvæmdirnar hjá Vegagerðinni. Í kvöldfréttum Sýnar var farið á árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins. Þar hittast verktakar landsins og helstu verkkaupar til að fá yfirlit yfir verklegar framkvæmdir og helstu útboð ársins. Og það virðist ætla að verða nóg að gera. „Já, það lítur allt út fyrir það að það verði býsna mikill kraftur í framkvæmdum á þessu ári. Og sem er vel, því að það veitir svo sannarlega ekki af að efla innviði landsins,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Bjarni Einarsson Á útboðsþinginu var mönnum tíðrætt um innviðaskuld. Fjármálaráðherrann segir að ríkisvaldið ætli að mæta henni af krafti. „Það hefur aldrei nokkurn tíma verið eins mikið af verkefnum kynnt, fjárfestingarverkefnum, heldur en akkúrat á þessu ári. Kannski stærstu viðbæturnar eru að það er loksins verið að rjúfa kyrrstöðuna í orkuöflun en líka fjárfestingar í vegakerfinu,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Umfangsmestu útboð ársins eru boðuð hjá Landsvirkjun við Hvammsvirkjun, en einnig vindorkuver við Vaðöldu og stækkun Sigöldu og Þeistareykja. Ásbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Bjarni Einarsson „Við ætluðum að fara út með fleiri útboð í fyrra en þau áform gengu ekki eftir. En við förum bara aftur brött inn í þetta ár og allar áætlanir okkar núna eru á þann veg að þetta eigi að ganga eftir. Þannig að í heildina þá erum við að áætla útboð fyrir um 70 milljarða króna þetta árið,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Mestu framkvæmdir innan ársins verða hjá Vegagerðinni. „Framkvæmdir í vegakerfinu eru upp á 34 milljarða króna, þar af 17,5 í endurbætur og viðhald, og um 17 milljarða tæpa í nýjar nýbyggingarframkvæmdir,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hjá Vegagerðinni segir hann framundan að bjóða út um tuttugu verk um land allt. Jón Heiðar Gestsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Bjarni Einarsson „Við horfum bara fram á bjarta tíð núna og munum bjóða út á fullu núna á næstu dögum og vikum,“ segir Jón Heiðar. Samtök iðnaðarins benda á að stór verk séu að klárast hjá ríkinu, eins og nýi Landspítalinn. „Núna er rétti tíminn fyrir hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að fara að huga að næstu stóru uppbyggingarverkefnum og fjárfestingum.“ -Hvar myndirðu vilja sjá þær framkvæmdir? „Við þurfum að sjá það í vegakerfinu og við þurfum að sjá það í orkuöflun,“ svarar Sigurður Hannesson. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að þessi stóri mikilvægi geiri, mannvirkjageirinn, upplifi enn eina sveifluna og það er okkur mjög dýrt að sveiflast svona upp og niður. Við missum mannauð, við missum þekkingu, við missum fyrirtæki. Það er okkar ætlun, og það sést nú alveg greinilega á þessu þingi, að koma til móts við einkamarkaðinn með því að ríkið gefi verulega í,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í frétt Sýnar sem sjá má hér: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Byggingariðnaður Vegagerð Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Samgöngur Samgönguáætlun Fjárlagafrumvarp 2026 Tengdar fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna. 20. janúar 2026 13:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar var farið á árlegt útboðsþing Samtaka iðnaðarins. Þar hittast verktakar landsins og helstu verkkaupar til að fá yfirlit yfir verklegar framkvæmdir og helstu útboð ársins. Og það virðist ætla að verða nóg að gera. „Já, það lítur allt út fyrir það að það verði býsna mikill kraftur í framkvæmdum á þessu ári. Og sem er vel, því að það veitir svo sannarlega ekki af að efla innviði landsins,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Bjarni Einarsson Á útboðsþinginu var mönnum tíðrætt um innviðaskuld. Fjármálaráðherrann segir að ríkisvaldið ætli að mæta henni af krafti. „Það hefur aldrei nokkurn tíma verið eins mikið af verkefnum kynnt, fjárfestingarverkefnum, heldur en akkúrat á þessu ári. Kannski stærstu viðbæturnar eru að það er loksins verið að rjúfa kyrrstöðuna í orkuöflun en líka fjárfestingar í vegakerfinu,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Umfangsmestu útboð ársins eru boðuð hjá Landsvirkjun við Hvammsvirkjun, en einnig vindorkuver við Vaðöldu og stækkun Sigöldu og Þeistareykja. Ásbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar.Bjarni Einarsson „Við ætluðum að fara út með fleiri útboð í fyrra en þau áform gengu ekki eftir. En við förum bara aftur brött inn í þetta ár og allar áætlanir okkar núna eru á þann veg að þetta eigi að ganga eftir. Þannig að í heildina þá erum við að áætla útboð fyrir um 70 milljarða króna þetta árið,“ segir Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Mestu framkvæmdir innan ársins verða hjá Vegagerðinni. „Framkvæmdir í vegakerfinu eru upp á 34 milljarða króna, þar af 17,5 í endurbætur og viðhald, og um 17 milljarða tæpa í nýjar nýbyggingarframkvæmdir,“ segir Jón Heiðar Gestsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hjá Vegagerðinni segir hann framundan að bjóða út um tuttugu verk um land allt. Jón Heiðar Gestsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Bjarni Einarsson „Við horfum bara fram á bjarta tíð núna og munum bjóða út á fullu núna á næstu dögum og vikum,“ segir Jón Heiðar. Samtök iðnaðarins benda á að stór verk séu að klárast hjá ríkinu, eins og nýi Landspítalinn. „Núna er rétti tíminn fyrir hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að fara að huga að næstu stóru uppbyggingarverkefnum og fjárfestingum.“ -Hvar myndirðu vilja sjá þær framkvæmdir? „Við þurfum að sjá það í vegakerfinu og við þurfum að sjá það í orkuöflun,“ svarar Sigurður Hannesson. „Við höfum auðvitað áhyggjur af því að þessi stóri mikilvægi geiri, mannvirkjageirinn, upplifi enn eina sveifluna og það er okkur mjög dýrt að sveiflast svona upp og niður. Við missum mannauð, við missum þekkingu, við missum fyrirtæki. Það er okkar ætlun, og það sést nú alveg greinilega á þessu þingi, að koma til móts við einkamarkaðinn með því að ríkið gefi verulega í,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í frétt Sýnar sem sjá má hér:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Byggingariðnaður Vegagerð Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Samgöngur Samgönguáætlun Fjárlagafrumvarp 2026 Tengdar fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna. 20. janúar 2026 13:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum þeirra ellefu opinberu verkkaupa sem taka þátt í Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins, Samtaka innviðaverktaka og Mannvirkis – félags verktaka árið 2026 nemur 221 milljarði króna. Þetta er 53 prósenta, eða 76 milljarða króna, aukning frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2025 en fjárhæð þeirra nam 145 milljörðum króna. Áætlað var að fjárhæð útboða síðasta árs myndi nema 264 milljörðum króna. 20. janúar 2026 13:30