Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9.3.2020 16:00
Dýrð íslenskra steina afhjúpast þegar Auðunn sagar þá í sundur Flestir steinanna sem steinasafnarinn Auðunn Baldursson á Djúpavogi finnur virðast venjulegum ferðalangi í fljótu bragði sáraómerkilegir þar sem þeir liggja á jörðinni. 8.3.2020 08:24
Minnast þess að hálf öld er frá því Loftleiðamenn stofnuðu Cargolux Cargolux, skilgreint afkvæmi Loftleiðaævintýris Alfreðs Elíassonar og félaga, er í dag stærsta frakflugfélag Evrópu og það sjöunda stærsta í heiminum. 7.3.2020 07:22
Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi. 6.3.2020 17:12
Fólk sér loppu ísbjarnar og klær í þessum steini Hann heitir Auðunn Baldursson, er einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins, og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi. 2.3.2020 20:30
Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað. 1.3.2020 12:45
Sjávarútvegsráðherra sagði af sér vegna starfslokagreiðslu Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann þáði starfslokagreiðslu sem bæjarstjóri. 29.2.2020 08:44
Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi. 28.2.2020 20:30
Flugfélag Færeyja hefur áætlunarflug til London Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að það muni hefja beint áætlunarflug milli Voga í Færeyjum og London í sumar. 28.2.2020 09:52
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27.2.2020 11:45