Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 21:35 Þyrlan var við stígagerðina síðustu fjóra daga. Takið eftir að enginn ferðamaður sést við Skógafoss. Búast hefði mátt við að bílastæðið væri þéttsetið rútum og bílaleigubílum, ef veirufaraldurinn hefði ekki blossað upp. Mynd/Norðurflug. Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira