Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17.10.2019 20:40
Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16.10.2019 09:33
Hreppsnefnd samþykkti veglínu um Teigsskóg inn á aðalskipulag Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum nú síðdegis, með þremur atkvæðum gegn tveimur, breytingu á aðalskipulagi þess efnis að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg. 15.10.2019 18:26
Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14.10.2019 09:56
Færeyingar eignast stóran hluta af laxeldi Skotlands Færeyska fyrirtækið Bakkafrost hefur eignast 78 prósenta hlut í næst stærsta fiskeldisfyrirtæki Skotlands. Skoska fyrirtækið er með eldiskvíar á um 60 stöðum í Skotlandi og með yfir 600 starfsmenn. 13.10.2019 14:45
Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12.10.2019 16:45
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11.10.2019 21:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11.10.2019 13:34
Rick Perry varði Donald Trump með kjafti og klóm í Svartsengi Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, segir jarðhitann guðsgjöf til Íslendinga og að flestar þjóðir myndu gefa allt til að geta nýtt slíka auðlind til að hita upp hús sín og framleiða rafmagn. 9.10.2019 20:30
Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7.10.2019 20:27