Víðtækar gjaldahækkanir ríkis og sveitarfélaga um áramótin Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2019 23:25 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13