Víðtækar gjaldahækkanir ríkis og sveitarfélaga um áramótin Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2019 23:25 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13