85 prósent ökumanna völdu að aka um göngin Á þeim rétt rúma mánuði sem liðinn er frá því gjaldtaka hófst í Vaðlaheiðargöng hafa 85 prósent ökumanna valið að aka um göngin en 15 prósent ekið veginn yfir Víkurskarð. 9.2.2019 20:15
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8.2.2019 20:30
Fólkið í Árneshreppi sagt með eindæmum þrjóskt og þrautseigt Svartsýni ríkir í Árneshreppi um framtíð heilsársbúsetu en í fyrsta sinn í 89 ár er ekkert skólahald þar í vetur. Íbúarnir tóku sig þó til fyrir helgi og stofnuðu verslunarfélag. 4.2.2019 21:00
Vilja rafvæða norska ferjuflotann fyrir 2025 Norsk stjórnvöld vilja losna við mengandi dísilferjur af norsku fjörðunum innan sex ára. "Markmiðið er að rafvæða allan ferjuflotann fyrir árið 2025.“ 3.2.2019 08:45
Kaldast á landinu í útjaðri Reykjavíkur, 21 stigs frost Mesta frost á landinu í nótt og í morgun hefur mælst á tveimur veðurstöðvum í jaðri Reykjavíkur, á Sandskeiði og í hesthúsahverfinu í Víðidal við Elliðaár. 2.2.2019 11:30
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1.2.2019 20:00
Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1.2.2019 12:15
600 milljónir skornar af vegafé Vestfjarða Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð. 31.1.2019 20:00
Vegtollarnir á grænu ljósi í gegnum þingið Tímamótaskref var stigið í upptöku vegtolla með samþykkt samgönguáætlunar úr þingnefnd í dag. Gera þarf nýja samgönguáætlun í haust þar sem peningunum verður skipt niður á verkefni. 29.1.2019 19:30
Alþingi ætlað að móta stefnu um veggjöld fyrir föstudag Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. 28.1.2019 20:00