fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna.

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan

Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir

„Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri.

Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir

„Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737.

Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli

Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna.

Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi

Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni.

Undirgöng fyrir reiðhjólafólk og gangandi kosta hálfan milljarð

Undirgöng sem Vegagerðin og Garðabær áforma að gera á Arnarneshæð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur munu kosta vel yfir hálfan milljarð króna, verði eina tilboðinu sem barst í verkið tekið. Ofan á það bætist undirbúnings-, hönnunar- og eftirlitskostnaður.

Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil

Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst.

Sjá meira