fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins

Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar

Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland.

Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs.

Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi

Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári.

Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum

Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum.

Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos

Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi.

Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins

Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Sjá meira