Eftirlitskerfi gerði vart við innbrotsþjófinn og handtók lögreglan hann í laugarhúsinu. Á eftirlitsmyndavélum sást að hann hafði áður fengið sér bað í lauginni og gengið um heitu pottana í öllum fötum og skóm.
Pípulagningamaður frá Reykjavíkurborg lagfærði lagnirnar og var heita vatnið komið á sturturnar laust fyrir klukkan tíu, um það leyti sem barnafjölskyldur tóku að streyma í laugina í veðurblíðunni.