fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rauður bjarmi sést á ný í gígnum eftir tveggja sólarhringa goshlé

Eftir tveggja sólarhringa goshlé hafa aftur sést merki um að opnast hafi fyrir glóandi kviku í gígnum í Fagradalsfjalli. Laust eftir miðnætti mátti á vefmyndavél Vísis greinilega sjá rauðleitan bjarma í gígskálinni, þótt ekki væri farið að sjást í hraunslettur.

Þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli

Forráðamenn flugfélagins Play og Kauphallar Íslands fögnuðu því í tólf þúsund feta hæð yfir hálendi Íslands í dag að fyrirtækið er að fara á hlutabréfamarkað. Hin hefðbundna bjölluhringing var tekin upp til að sýna á föstudag þegar markaðsviðskipti hefjast með bréf félagsins.

Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun

Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Eldgígurinn gæti verið að rumska eftir langan svefn

Óróamæling í Fagradalsfjalli í morgun bendir til þess að eldgosið gæti verið að taka sig upp að nýju eftir lengsta goshlé til þessa. Miðað við upptaktinn eftir goshléin undanfarna tíu daga kæmi ekki á óvart ef sæist til jarðelds á ný á næstu klukkustundum.

Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“

Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð

„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.

Eldgígurinn lagðist í dvala í gærkvöldi

Gosvirkni á yfirborði í eldgígnum í Fagradalsfjalli hætti skyndilega um ellefuleytið í gærkvöldi. Þó mátti sjá örlítið í rauðglóandi glóð skömmu eftir miðnætti en eftir það virðist gígurinn hafa lagst í dvala. Engin kvika hefur sést í gígnum á vefmyndavélum í morgun.

Vilja sjá Odda rísa á ný sem menningar- og fræðasetur

Áform um endurreisn Odda á Rangárvöllum með byggingu Sæmundarstofu, nýrrar kirkju og tónlistarhúss voru kynnt á Oddahátíð um helgina samtímis því sem Sinfónuhljómsveit Suðurlands kom fram á sínum fyrstu opinberu tónleikum.

Sjá meira