Fréttamaður

Lillý Valgerður Pétursdóttir

Lillý er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Vonin hefur dvínað“

Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi.

Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé á­stæða til að vera bjart­sýn enn þá

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.

Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

„Án áhorfenda er ekkert leikhús“

Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður.

„Erfitt fyrir fólk að koma aftur í vinnuna eftir langa fjarveru“

Sóttvarnalæknir telur aðgerðir á landamærum hafa skipt sköpum í baráttunni við kórónuveiruna. Hann er bjartsýnn á að það takist að slaka á sóttvarnaraðgerðum fyrr en til stóð en segir þó mikilvægt að flýta sér hægt. Sálfræðingur segir erfitt fyrir marga að mæta aftur til vinnu eftir langa fjarveru nú þegar vinnustaðir eru farnir að bjóða fleirum að mæta aftur á skrifstofurnar.

Þórólfur bjartsýnn og útilokar ekki að slaka fyrr á aðgerðum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef fram haldi sem horfir í fjölda innanlandssmita hér á landi muni hann taka frekari afléttingar til skoðunar. Hann leggur þó enn áherslu á að grunnreglan sé að flýta sér hægt. Erlendir miðlar sýna stöðunni á Íslandi áhuga enda ástandið í mörgum nágrannalöndunum afar erfitt.

Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring

Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum.

Skoða hver ábyrgð Veitna sé vegna tjónsins í HÍ

Arn­dís Ósk Ólafs­dótt­ir, for­stöðumaður vatns- og frá­veitu hjá Veit­um, segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort fyrirtækið sé skaðabótaskylt vegna vatnstjónsins sem varð í byggingum Háskóla Íslands í nótt eftir að stór kaldavatnslögn við skólann rofnaði með tilheyrandi vatnsleka.

Sjá meira