Eigum ekkert frábært handrit til að láta ofbeldismenn axla ábyrgð Talskona Stígamóta, Drífa Snædal, segir samfélagið ekki eiga nægilega gott handrit til að takast á við ofbeldismenn. Þessu vilja samtökin breyta og munu hefja það samtal á sérstakri ráðstefnu um ofbeldismenn sem fer fram í næsta mánuði. 20.9.2023 21:00
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17.9.2023 14:21
Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. 17.9.2023 13:16
Kristrún segir almenning þurfa aðgerðir núna Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu efnahagsmálin og ólíkar aðferðir til að takast á við hærri verðbólgu og hátt vaxtastig. 17.9.2023 13:09
Fjárlagafrumvarpið, ólögmætt samráð og hinseginleikinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 17.9.2023 09:31
Þrjú ungbörn fundust látin í kjallara í Póllandi Tvö voru handtekin á föstudag og kærð fyrir manndráp og sifjaspell. 54 ára karlmaður og tvítug dóttir hans. Þrjú ungbörn fundust látin á vettvangi. Málið er enn til rannsóknar. 17.9.2023 08:51
Fjórtán látin í flugslysi í Brasilíu Fjórtán létust í flugslysi í Brasilíu í gær. Flugvélin er talin hafa hrapað við lendingu við lélegt skyggni og mikla rigningu. 17.9.2023 08:02
Nokkuð milt veður en þó með skúrum Það rignir eitthvað á Suður- og Austurlandi í dag en verður þó nokkuð milt. Það verður úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýjast verður á Austurlandi í dag. 17.9.2023 07:35
Undir lögaldri á skemmtistað í miðborg og Kópavogi Ungt fólk undir lögaldri var á skemmtistöðum á tveimur stöðum í höfuðborginni í nótt. Lögreglan sinnti þónokkrum verkefnum sem tengdust ölvun. 17.9.2023 07:17
Staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geti ekki sætt sig við Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir íbúa ekki geta beðið lengur eftir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Um tíu kílómetra fjarlægð er í næstu heilsugæslu og að erfitt geti verið að komast þangað um hávetur. Einnig er kallað eftir aukinni þjónustu við aldraða. 16.9.2023 16:40