Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Lovísa Arnardóttir skrifar 7. febrúar 2024 08:56 Til vinstri er nýtt logo Iittala og til hægri er glas úr nýrri línu nýs listræns stjórnanda, Play. Nýr listrænn stjórnandi Iittala hefur nú svipt hulunni af nýjum lit og merkingum fyrir merkið. Í stað rauða litarins sem hefur einkennt merkið í áratugi, og auðvitað rauðu límmiðana, er nú tekinn við gulur ferskari litur. Logo-ið er hannað af Aleksi Tammi. Hann sótti innblástur að gula litnum í brennandi heitan gulan glermassann sem notaður er til að búa til Iittala. Í yfirlýsingu um vörumerkjabreytinguna [e. Rebranding] á heimasíðu iittala segir að þau vilji sýna alla liti lífsins á gleri og í stað þess að fylgja í fótspor annarra vilji þau fara sínar eigin leiðir. Gamla lógóið heyrir nú sögunni til. „Rætur okkar eru í Finnlandi og arfleifð okkar er í handverkshönnun á gleri. Það sem byrjaði sem glerverksmiðja 1881 fagnar nú áratugasögu af hönnun, list og menningu. Við munum alltaf láta þekkinguna sem okkur hefur verið afhent, af hæfileikaríkum hönnuðum okkar og ástríðufulla handverksfólkinu okkar, leiða okkur áfram,“ segir í yfirlýsingunni. Á sama tíma leyfi arfleifð þeirra og verkkunnátta þeirra þeim að prófa sig áfram, að leika sér og að vera djörf. Nýtt logo Iittala. „Við bjóðum ykkur því í listrænan hönnunarheim Iittala til að upplifa og finna hönnun sem er hönnuð til að vera elskuð og notað, dag eftir dag.“ Bjuggu til glerhljóðfæri Í viðtali um málið á vef tímaritsins Wallpaper segir listrænn stjórnandi Iittala, Janni Vepsäläinen, að hún sé hrifin af hæfileikum og þekkingu glerblásarana. „Þú kemst svo nálægt kjarna efnisins og byrjar alveg frá upphafi.“ Vepsäläinen sýndi fyrstu línu sína fyrir merkið á húsgagnasýningu í Stokkhólmi og er sýningunni þar sem línan var sýnd lýst sem allt annað en hefðbundinni. Þar fékk hún listamanninn Damsel Elysium frá London til að sýna og spila og notaði bara gler-hljóðfæri á meðan en öll hljóðfærin voru búin til í verksmiðju Iittala í Helsinki. Áður en hún fór að vinna fyrir Iittala var hún yfirhönnuður í prjónahönnunardeild deild JW Anderson í London en hafði áður starfað fyrir stór tískumerki eins og Givenchy, Alexander McQueen, Simone Rocha og The Row. Nýtt logo og nýja línan á að hennar sögn að vera virðingarvottur til Aino og Alvar Aalto sem bæði hönnuðu fyrir Iittala. Nýja logo-ið er í letri sem kallað er Aino og er í höfuðið á Aino Aalto, eiginkonu Alvar Aalto en hún hannaði línuna Bölgeblick fyrir Iittala sem hefur lengst af öllum verið í sölu. „Aino var svo framúrstefnuleg að hún var á jaðrinum að vera eyðileggjandi,“ segir Vepsäläinen í viðtalinu við Wallpaper og að hönnun hennar hafi verið svo blómleg og gyllt að henni hafi liðið eins og hún hafi þurft að brjóta eitthvað. Eftir að yfirmenn hjá Iittala sögðu henni hvaða vörur yrðu næst kynntar, árið 2026, ákvað hún að hrista upp í hlutunum. Hún hafi verið vön að vinna miklu hraðar þar sem hún var áður og kynnti því á húsgagnasýningunni á þessu ári sína fyrstu línu sem heitir Play, eða leikur á íslensku. Hún segir nafnið koma frá frægu orðatiltæki Alvar Aalto: „Ekki gleyma að leika þér“. Í línunni er að finna litrík glös og diska sem hún segir að eigi að vera hægt að nota við allskonar tilefni. Þá er hún einnig búin að taka klassíska hönnun Iittala Aalto Savou vasann og kynnir hann í nýjum ljósfjólubláum lit. Auk þess eru fuglarnir þrír sem upprunalega voru hannaðir af Oiva Toikka í nýjum pastel-litum. „Tískumerki hafa verið frábær í því að búa til tilfinningalega tengingu við neytendur og nýja markhópa,“ segir Vepsäläinen í viðtalinu við Wallpaper og að skandinavísk list hafi undanfarið verið föst í listrænu tungumáli sem sé „stjórnað“ eða „stýrt“ [e. Controlled]. Skjáskot af nýrri línu Iittala, Play, af vefsíðu þeirra www.iittala.com „Stundum er fullkomnunarárátta ekki góður stjórnandi. Þú þarft aðeins að sleppa þér. Það er svo margt annað til að skoða. Við þurfum að prófa okkur meira áfram.“ Tíska og hönnun Finnland Svíþjóð Bretland Tengdar fréttir Jólagjafirnar sem munu slá í gegn hjá henni Jólagjöfin hennar leynist í Vogue fyrir heimilið þar sem allar hillur svigna undan fallegum vörum. Við tókum saman nokkrar vinsælar gjafir sem munu slá í gegn hjá kærustum, eiginkonum, mömmum, ömmum, frænkum, systrum og vinkonum og örugglega miklu fleirum á aðfangadagskvöld. 13. desember 2022 09:17 Ástsælasta matarstell Iittala sjötíu ára Sjötíu ár eru síðan matarstellið Teema úr smiðju Iittala leit dagsins ljós. Teema nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og fæst í Vogue fyrir heimilið. Við fengum Jonna Lukkarinen, yfir vörustjóra og Matti Puomio hönnunarstjóra til að segja frá sögu línunnar og hvernig haldið verður upp á tímamótin. 7. nóvember 2022 15:21 Iittala frá A til Ö í hillum Vogue Eitt mesta úrval landsins af vörum finnska hönnunarrisans Iittala er nú að finna í Vogue fyrir heimilið. 8. júní 2022 13:46 Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við. 21. júlí 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Logo-ið er hannað af Aleksi Tammi. Hann sótti innblástur að gula litnum í brennandi heitan gulan glermassann sem notaður er til að búa til Iittala. Í yfirlýsingu um vörumerkjabreytinguna [e. Rebranding] á heimasíðu iittala segir að þau vilji sýna alla liti lífsins á gleri og í stað þess að fylgja í fótspor annarra vilji þau fara sínar eigin leiðir. Gamla lógóið heyrir nú sögunni til. „Rætur okkar eru í Finnlandi og arfleifð okkar er í handverkshönnun á gleri. Það sem byrjaði sem glerverksmiðja 1881 fagnar nú áratugasögu af hönnun, list og menningu. Við munum alltaf láta þekkinguna sem okkur hefur verið afhent, af hæfileikaríkum hönnuðum okkar og ástríðufulla handverksfólkinu okkar, leiða okkur áfram,“ segir í yfirlýsingunni. Á sama tíma leyfi arfleifð þeirra og verkkunnátta þeirra þeim að prófa sig áfram, að leika sér og að vera djörf. Nýtt logo Iittala. „Við bjóðum ykkur því í listrænan hönnunarheim Iittala til að upplifa og finna hönnun sem er hönnuð til að vera elskuð og notað, dag eftir dag.“ Bjuggu til glerhljóðfæri Í viðtali um málið á vef tímaritsins Wallpaper segir listrænn stjórnandi Iittala, Janni Vepsäläinen, að hún sé hrifin af hæfileikum og þekkingu glerblásarana. „Þú kemst svo nálægt kjarna efnisins og byrjar alveg frá upphafi.“ Vepsäläinen sýndi fyrstu línu sína fyrir merkið á húsgagnasýningu í Stokkhólmi og er sýningunni þar sem línan var sýnd lýst sem allt annað en hefðbundinni. Þar fékk hún listamanninn Damsel Elysium frá London til að sýna og spila og notaði bara gler-hljóðfæri á meðan en öll hljóðfærin voru búin til í verksmiðju Iittala í Helsinki. Áður en hún fór að vinna fyrir Iittala var hún yfirhönnuður í prjónahönnunardeild deild JW Anderson í London en hafði áður starfað fyrir stór tískumerki eins og Givenchy, Alexander McQueen, Simone Rocha og The Row. Nýtt logo og nýja línan á að hennar sögn að vera virðingarvottur til Aino og Alvar Aalto sem bæði hönnuðu fyrir Iittala. Nýja logo-ið er í letri sem kallað er Aino og er í höfuðið á Aino Aalto, eiginkonu Alvar Aalto en hún hannaði línuna Bölgeblick fyrir Iittala sem hefur lengst af öllum verið í sölu. „Aino var svo framúrstefnuleg að hún var á jaðrinum að vera eyðileggjandi,“ segir Vepsäläinen í viðtalinu við Wallpaper og að hönnun hennar hafi verið svo blómleg og gyllt að henni hafi liðið eins og hún hafi þurft að brjóta eitthvað. Eftir að yfirmenn hjá Iittala sögðu henni hvaða vörur yrðu næst kynntar, árið 2026, ákvað hún að hrista upp í hlutunum. Hún hafi verið vön að vinna miklu hraðar þar sem hún var áður og kynnti því á húsgagnasýningunni á þessu ári sína fyrstu línu sem heitir Play, eða leikur á íslensku. Hún segir nafnið koma frá frægu orðatiltæki Alvar Aalto: „Ekki gleyma að leika þér“. Í línunni er að finna litrík glös og diska sem hún segir að eigi að vera hægt að nota við allskonar tilefni. Þá er hún einnig búin að taka klassíska hönnun Iittala Aalto Savou vasann og kynnir hann í nýjum ljósfjólubláum lit. Auk þess eru fuglarnir þrír sem upprunalega voru hannaðir af Oiva Toikka í nýjum pastel-litum. „Tískumerki hafa verið frábær í því að búa til tilfinningalega tengingu við neytendur og nýja markhópa,“ segir Vepsäläinen í viðtalinu við Wallpaper og að skandinavísk list hafi undanfarið verið föst í listrænu tungumáli sem sé „stjórnað“ eða „stýrt“ [e. Controlled]. Skjáskot af nýrri línu Iittala, Play, af vefsíðu þeirra www.iittala.com „Stundum er fullkomnunarárátta ekki góður stjórnandi. Þú þarft aðeins að sleppa þér. Það er svo margt annað til að skoða. Við þurfum að prófa okkur meira áfram.“
Tíska og hönnun Finnland Svíþjóð Bretland Tengdar fréttir Jólagjafirnar sem munu slá í gegn hjá henni Jólagjöfin hennar leynist í Vogue fyrir heimilið þar sem allar hillur svigna undan fallegum vörum. Við tókum saman nokkrar vinsælar gjafir sem munu slá í gegn hjá kærustum, eiginkonum, mömmum, ömmum, frænkum, systrum og vinkonum og örugglega miklu fleirum á aðfangadagskvöld. 13. desember 2022 09:17 Ástsælasta matarstell Iittala sjötíu ára Sjötíu ár eru síðan matarstellið Teema úr smiðju Iittala leit dagsins ljós. Teema nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og fæst í Vogue fyrir heimilið. Við fengum Jonna Lukkarinen, yfir vörustjóra og Matti Puomio hönnunarstjóra til að segja frá sögu línunnar og hvernig haldið verður upp á tímamótin. 7. nóvember 2022 15:21 Iittala frá A til Ö í hillum Vogue Eitt mesta úrval landsins af vörum finnska hönnunarrisans Iittala er nú að finna í Vogue fyrir heimilið. 8. júní 2022 13:46 Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við. 21. júlí 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Jólagjafirnar sem munu slá í gegn hjá henni Jólagjöfin hennar leynist í Vogue fyrir heimilið þar sem allar hillur svigna undan fallegum vörum. Við tókum saman nokkrar vinsælar gjafir sem munu slá í gegn hjá kærustum, eiginkonum, mömmum, ömmum, frænkum, systrum og vinkonum og örugglega miklu fleirum á aðfangadagskvöld. 13. desember 2022 09:17
Ástsælasta matarstell Iittala sjötíu ára Sjötíu ár eru síðan matarstellið Teema úr smiðju Iittala leit dagsins ljós. Teema nýtur mikilla vinsælda á Íslandi og fæst í Vogue fyrir heimilið. Við fengum Jonna Lukkarinen, yfir vörustjóra og Matti Puomio hönnunarstjóra til að segja frá sögu línunnar og hvernig haldið verður upp á tímamótin. 7. nóvember 2022 15:21
Iittala frá A til Ö í hillum Vogue Eitt mesta úrval landsins af vörum finnska hönnunarrisans Iittala er nú að finna í Vogue fyrir heimilið. 8. júní 2022 13:46
Í fínu lagi að halda Iittala-límmiðanum Fólki er það í sjálfsvald sett hvort það tekur límmiðann af Iittala-vörum eða ekki, að sögn starfsmanna þriggja Iittala-verslana í Helsinki sem Vísir ræddi við. 21. júlí 2020 09:00