Ólíklegt að slitni upp úr samstarfinu núna Eva Marín Hlynsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, á ekki von á því að það slitni upp út stjórnarsamstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þrátt fyrir þrjú stór deilumál um hvalveiðar, sölu Íslandsbanka og nú nýjast Lindarhvoll. Óvanalegt sé að fá svona mál upp að sumri en samstarfið virðist sterkt. 9.7.2023 13:01
Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 9.7.2023 12:24
Sólbað, sumarfrí og sleikjó Sólin skein og borgarbúar skelltu sér út að leika, njóta og sóla sig. 8.7.2023 21:00
Þrjátíu fylgdarlaus börn í úrræðum ýmissa sveitarfélaga Barna- og fjölskyldustofa (BOFS) auglýsti nýverið eftir vistforeldrum fyrir fylgdarlaus börn á flótta. Frá upphafi síðasta árs hafa borist 105 beiðnir um hagsmunagæslu fylgdarlausra barna, oftast drengja. 8.7.2023 19:20
Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8.7.2023 15:31
„Hátíðin er fyrst og fremst til að þakka að ekki fór verr“ Skipuleggjendur Goslokahátíðarinnar í Vestmannaeyjum segja hátíðina hafa gengið snurðulaust fyrir sig í ár en fimmtíu ár eru frá eldgosinu. 8.7.2023 14:19
Kvikan hugsanlega komin verulega nærri yfirborði Ný GPS gögn benda til þess að kvikan á Reykjanesi sé á kílómetra dýpi, eða jafnvel grynnra dýpi en það. Skjálftar mælast bæði á svæðinu á milli Keilis og Fagradalsfjalls og Eldey en þó færri en í upphafi hrinunnar. 8.7.2023 11:50
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7.7.2023 22:00
Eru góðar vinkonur en rífast líka eins og systur Eftir stutt veikindi er Litla Grá á batavegi og fer fljótt út í Klettsvík aftur með systur sinni. Þær una sér þó nokkuð vel á meðan í Mjaldrasafninu í Vestmanneyjum. 7.7.2023 20:00
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28.6.2023 22:00