Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Drengurinn fluttur á Hólms­heiði til að tryggja öryggi hans

Sextán ára drengur sem sætir gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa stungið þrjú á menningarnótt er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir Fangelsismálastofnun ekki vista börn í fangelsum sínum nema það sé í samræmi við hagsmuni barnsins. 

Valdi vinnings­tölurnar við leiði náins ást­vinar

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar í lottói á laugardaginn og fékk óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna. Konan valdi tölurnar í kirkjugarðinum en hún var þar að vitja náins ástvinar sem féll frá nýlega. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningurinn sé einn sá stærsti síðustu vikur.

Gosmóða og gasmengun yfir höfuð­borginni fram eftir degi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn.

Segir oft allt­of marga uppi á jökli og inni í íshellum

Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta.

Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Ís­landi

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.

Þörf á fleiri lög­reglu­mönnum á djammið í Reykja­vík

Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum.

Sér­sveit kölluð til að­stoðar í Safa­mýri

Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Safamýri nú í kvöld. Sjónarvottur segir að þar hafi maður ráðist að öðrum með hníf eftir orðaskipti.

Meiri skjálfta­virkni en í fyrri gosum

Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg.

Sjá meira