Innlent

Eldur í í­búð við Snorra­braut

Lovísa Arnardóttir skrifar
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi.
Töluverður viðbúnaður var á vettvangi. Aðsend

Slökkvilið var kallað út í kvöld klukkan 19:44 vegna bruna í íbúð við Snorrabraut. Engin slys urðu á fólki en tjón á íbúð sem eldur var í og annarri vegna vatnstjóns.

Steinþór Darri Þorsteinsson, vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvilið að fara af vettvangi rétt fyrir klukkan níu í kvöld.

„Það gekk vel að slökkva. Þeir eru að yfirgefa svæðið núna, það er búið að reykræsta,“ segir Steinþór í samtali við Vísi.

Ein rúða brotnaði íbúðinni. Aðsend

Hann segir íbúa hafa verið á svæðinu en ekki liggja fyrir hvort hann hafi verið heima þegar eldurinn kviknaði. Hann segir nokkurn eld hafa verið í íbúðinni en ekki liggja fyrir hver upptök hans voru. Eins og má sjá á myndinni er sprungin rúða og segir Steinþór hitann því líklega hafa verið töluverðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×