Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­ferðar­hraði tekinn niður á Hvols­velli

Heildstæð umferðaröryggisáætlun hefur verið samþykkt fyrir Rangárþing eystra. Áætlunin verður notuð við ákvörðunartöku og forgangsröðun á aðgerðum til þess að bæta umferðaröryggi en meðal annars á að lækka allan hámarkshraða á Hvolsvelli í íbúðagötum niður í 30 kílómetra.

Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi

Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu.

Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti

Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur.

Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum

Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar.

Grísir eru nú geltir með bólusetningu

Risa skref hefur verið stigið í svínarækt hér á landi því nú eru grísir ekki geltir lengur með skurðaðgerð, heldur eru þeir bólusettir gegn galtarlykt og galtabragði, sem samsvarar geldingu.

Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri

Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent.

Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti

Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti.

Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði

Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar.

Freyja flytur í Hveragerði

Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu

Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa.

Sjá meira