Líknardeild hefur verið opnuð á Selfossi Líknardeild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi en fjögur rúm eru á deildinni fyrir líknar og lífslokameðferð. 4.4.2021 13:07
Svefn á ekki að vera afgangsstærð „Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks. 3.4.2021 21:02
Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum. 2.4.2021 20:25
Auðlindin virkar vel á Selfossi Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni. 2.4.2021 14:04
Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári. 1.4.2021 19:27
Krummi sem heldur að hann sé hundur Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn. 31.3.2021 20:03
Sauðburður er hafinn á Suðurlandi Sauðburður er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi því nokkur fyrirmáls lömb hafa komið í heiminn. Í Fljótshlíð eru lömb komin á allavega þremur bæjum, sem þykir heldur snemmt. 28.3.2021 19:39
Fjarlækningar á Suðurlandi reynast vel „Fjarlækningar eru framtíðin“, segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en stofnunin er að færa sig jafnt og þétt meira út í slíkar lækningar. Nýjasta dæmið er augnlækniþjónusta í Vestmannaeyjum með fjarlækningum. 28.3.2021 13:09
Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. 27.3.2021 14:01
Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. 26.3.2021 20:43