Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Forystusauður í stífum æfingabúðum

Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi.

Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin?

Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins.

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi í byggingu á Selfossi

Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi er nú að rísa en það er sex hæða blokk upp á tæpa nítján metra á Selfossi. 35 íbúðir verða í blokkinni en nú þegar er búið að taka 26 íbúðir frá þrátt fyrir að engin íbúð hafi verið auglýst til sölu enn þá.

Hefur stundað sund daglega í 80 ár

Hann varð 86 ára nýlega og þann sama dag hélt hann upp á 80 ára sundafmælið sitt. Hér erum við að tala um sundgarp á Selfossi, sem syndir hálfan kílómetra alla daga vikunnar og hefur stundað sund daglega frá því að hann var sex ára gamall.

100 milljóna króna göngu og hjólastígur

Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið.

Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum

Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri.

Blús og rokkhátíð á Höfn

Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu.

Búin að prjóna sjö­tíu lopa­peysur á Flúðum í Co­vid

Hanna Lára Bjarnadóttir á Flúðum hefur ekki látið sér leiðast í Covid því hún hefur prjónað sjötíu lopapeysur. Þá vekja púðarnir hennar sérstaka athygli en þá saumaði hún í rútu yfir Kjöl þegar hún var ráðskona.

Syngjandi leigubílstjóri í Rangárvallasýslu

Leigubílstjóri í Rangárvallasýslu segir rólegt í akstri á tímum Covid, það sé helst um helgar, sem nokkrir túrar komi. Bílstjórinn er duglegur að syngja fyrir farþega sína og hann var að kaupa sinn þrettánda Land Cruiser leigubílinn sinn.

Sjá meira