Úndína rannsakar magasár í íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 20:06 Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi, sem er að gera vísindarannsókn á magasárum hjá íslenskum hestum. Hún útskrifast úr námi næsta vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenskur dýralæknanemi er í fyrsta skipti að gera skipulagða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn. Kannað er sérstaklega hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa á kvillan. Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira