„Það kemur margt gott út úr Covid,“ segir Elliði bæjarstjóri Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi segir að Íslendingar hafi lært mikið af Covid og að heimsfaraldurinn hafi kennt þjóðinni margt. 3.1.2021 12:30
Um þrjú hundruð nýjar íbúðir í byggingu í Hveragerði Mikil uppbygging á sér nú stað í Hveragerði en þar er verið að byggja um þrjú hundruð nýjar íbúðir og fólki fjölgar og fjölgar í bæjarfélaginu. 2.1.2021 20:08
Fyrsti Sunnlendingur ársins fæddist í Sigurkufli Fyrsti Sunnlendingur nýs árs fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi með hraði í nótt klukkan 03:44. 2.1.2021 17:50
Systur á sveitabæ fá fólk til að brosa með gríni og glensi Systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum með söng og spili klæddar upp í jólaföt. Þær segja að hafi þær fengið eina manneskju til að brosa af uppátækjum sínum þá hafi tilganginum verið náð og það heppnaðist svo sannarlega hjá þeim. 28.12.2020 20:04
Ástarpungar í umbúðum frá kvenfélagskonum á Hvolsvelli Kvenfélagskonur á Hvolsvelli slá ekki slöku við í heimsfaraldri því þær prjóna út í eitt því þær ætla sér að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni. 27.12.2020 20:04
Meira að gera hjá hrútunum en prestunum „Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu. 26.12.2020 20:06
Glæsilegt jólaþorp á Selfossi og sextíu Múmínbollar Margir setja upp jólaþorp inni hjá sér yfir hátíðirnar en stærð þeirra getur verið æði mismunandi. Á Selfossi er eitt risa jólaþorp sem móðirin á heimilinu og yngsta barnið sjá alltaf um að setja upp. Húsmóðirin á einnig sextíu Múmínbolla. 25.12.2020 20:08
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23.12.2020 20:07
Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum. 23.12.2020 10:30
Þrettán ára fiðlusnillingur í sveitinni Eyrún Huld Ingvarsdóttir, Þrettán ára stelpa í uppsveitum Árnessýslu gerði sér lítið fyrir og sigraði fiðlukeppni, sem Pólska sendiráðið efndi til. Æðsti draumur Eyrúnar er að spila í Sinfóníuhljómsveit Íslands. 20.12.2020 20:26