Slökktu gróðureld sem kviknaði út frá slípirokk í Grímsnesi Kolbeinn Tumi Daðason, Kjartan Kjartansson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 11. maí 2021 12:09 Eldur logar í Grímsnesinu. Landhelgisgæslan Slökkviliðsmenn af Suðurlandi náðu að slökkva fljótt í gróðureldi sem kviknaði nærri Búrfelli í Grímsnesi í dag. Hættustigi vegna gróðurelda er nú í gildi allt frá Eyjafjöllum vestur að Breiðafirði og meðferð á opnum eldi bönnuð. Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð. Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Eldurinn kom upp við Hæðarenda rétt við hlíðar Búrfells í Grímsnesi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að slökkviliðsmenn séu búnir að slökkva eldinn og vinni nú að því að drepa í glæðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar ferjaði slökkviliðsmenn á staðinn. Sigurður Karl Jónsson, íbúi á Hæðarenda í Grímsnesinu, segir við fréttaritara Vísis á Suðurlandi að sinubruninn hafi kviknað út frá slípirokk sem hann var að nota. „Já, þetta var mjög fljótt að gerast,“ segir Sigurður. Hann hafi verið að sjóða saman hitaveiturör og það hafi gengið vel í gær. Hann teldi að næturfrost hefði verið í nótt eða einhver raki. En svo hafi ekki verið. Allt hafi verið skraufaþurrt. Óvissustig vegna gróðurelda hefur verið í gildi á svæðinu frá því á fimmtudag. Sumarhúsabyggðir eru bæði fyrir ofan og neðan staðinn þar sem eldurinn logaði. Pétur slökkviliðsstjóri segir gróður svo þurran að gras brotni undan manni. „Ef við vöðum ekki af stað í svona strax getum við misst hlutina í algert óefni,“ segir hann við Vísi. Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á. Þá hefur meðferð opins elds verið bönnuð á svæðinu. Pétur segir óskandi að fólk fari eftir tilmælum almannavarna og vinni hvorki né vesenist með opinn eld utandyra. „Það er lífshættulegt ástand,“ segir hann. Slökkviliðsmenn að störfum í dag. Eldurinn kviknaði þegar bóndi vann með slípirokk við hitaveiturör.Vísir/Magnús Hlynur Annað sjónarhorn af gróðureldinum.Aðsend Í myndbandinu má sjá þyrluna sækja slökkviliðsmenn á Selfoss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gróðureldar á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Slökkvilið Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira