Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur flytur fréttir fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Til­boð upp á 1,2 milljarð í 17,5 hektara land á Sel­fossi

Sveitarfélagið Árborg auglýsti nýlega 17,5 hektara land til sölu í svokölluðu Björkurstykki á Selfossi en tilboðin voru opnuð nú síðdegis. Um er að ræða vel staðsett land, sem er ætlað undir íbúðabyggð. Landið er ekki deiliskipulagt en fyrirliggjandi eru deiliskipulagstillögur frá nóvember 2021. Þær tillögur gera ráð fyrir allt að 296 íbúða byggð en hugmyndir eru uppi um að fjöldi íbúða á landinu geti orðið allt að 360.

Sköll­óttur rakari á Siglu­firði gerir það gott

Eini rakarinn á Siglufirði, sem er sköllóttur segist ekki mynda þiggja það að fá hár aftur enda sé dásamlegt að vera sköllóttur. Rakarinn hefur hins vegar meira en nóg að gera í vinnunni við að klippa heimamenn og snyrta skeggið á körlunum.

Kötturinn Prins var týndur í tólf ár

Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi.

Hjól at­vinnu­lífsins á fullu í Skaga­firði

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Skagafirði og verða áfram á nýju ári en þar má nefna stækkun sundlaugarinnar á Sauðárkróki, bygging nýs leikskóla í Varmahlíð, endurbætur á grunnskólanum á Hofsósi og stækkun á höfninni á Sauðárkróki svo eitthvað sé nefnt.

Hópur bænda í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi mót­mæla vindmyllum

Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel.

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Bók um blæðingar „líka fyrir okkur karlpungana til að lesa“

Bóksali á Suðurlandi er viss um að jólin verði góð jólabók en viðurkennir þó að lestur jólabóka hafi minnkað og þar kennir hann snjallsímunum um. Bóksalinn gefur út 30 bækur fyrir jólin, meðal annars bók um blæðingar kvenna, sem hefur nú þegar verið tilnefnd til verðlauna.

Sjá meira